Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa fé í haust. Þetta eru stór sauðfjárbú sem lentu í riðuniðurskurði á vordögum 2023.

Með nýjum aðferðum í baráttunni gegn riðu hafa yfirvöld fallið frá þeirri kröfu að bændurnir á Bergsstöðum og Urriðaá verði fjárlausir í tvo vetur.

Undanfarna áratugi hefur eina vopnið gegn útbreiðslu sjúkdómsins verið niðurskurður á öllum kindum á þeim bæjum þar sem sauðfjárriða greinist. Því hefur verið fylgt eftir með kröfu um að bændur rífi allar innréttingar úr fjárhúsunum hjá sér og sótthreinsi áður en þau eru byggð upp á ný og annað sauðfé kemur eftir minnst tvo fjárlausa vetur.

Á undanförnum árum hafa verið framkvæmdar erfðarannsóknir á íslensku sauðfé sem hefur skilað sér í því að fundist hafa nokkrir erfðabreytileikar sem veita vörn gegn riðu. 

Stjórnvöld hafa því breytt um stefnu í riðumálum, en í staðinn fyrir að ráðast í íþyngjandi aðgerðir á sauðfjárbúum þar sem smit eru staðfest er unnið að því að gera verndandi erfðabreytileika útbreidda í sauðfé og rækta upp almennt ónæmi.

Þegar riða greindist á Stórhóli í Vestur- Húnavatnssýslu haustið 2023 var í fyrsta skipti ekki gripið til allsherjar niðurskurðar á hjörðinni, heldur voru framkvæmdar erfðarannsóknir á öllum kindunum og þeim sem báru verndandi erfðaeiginleika hlíft. Bændunum stóð jafnframt til boða að fara strax í uppbyggingu hjarðarinnar án þess að þurfa að skipta um innréttingar í fjárhúsunum. 

Vatnaskil í sögu riðu

Áðurnefnd riðutilvik marka ákveðin vatnaskil í sögu sjúkdómsins, en sauðfjárhjarðirnar á Urriðaá og Bergsstöðum verða að öllum líkindum þær síðustu sem verða skornar niður í heild. Jafnframt má reikna með að bændurnir verði þeir síðustu sem þurfa að ganga í gegnum endurbyggingu á sínum útihúsum vegna sjúkdómavarna.

Í samtali við Bændablaðið segjast Elín Anna Skúladóttir og Ari G. Guðmundsson, bændur á Bergsstöðum, vera mjög ánægð með að fá að kaupa fé núna, ári fyrr en áætlað var. Niðurskurðurinn á sínum tíma hafi verið mikið áfall, en bændurnir á bæði Bergsstöðum og Urriðaá höfðu ræktað upp afurðaháar sauðfjárhjarðir.

Þegar ljóst var að heimild fengist fyrir bændurna á Stórhóli að byggja upp hjörð sína með kaupum á gripum með verndandi arfgerðir þrýstu bændurnir í Miðfirði á að sömu reglur giltu um þau, þótt þau hefðu ekki farið í gegnum tvo fjárlausa vetur.

Elín og Ari benda á að gífurleg vinna hafi farið í niðurrif og uppbyggingu á undanförnum misserum, en eins og áður segir voru þau skikkuð til að grípa til þeirra aðgerða af stjórnvöldum. Þau fá allan efniskostnað endurgreiddan en gagnrýna harkalega að hið opinbera taki hvergi tillit til vinnuliðarins. Það er ekki sjálfsagt að bændur geti smíðað og því gætu þeir þurft að leggja sjálfir út fyrir aðkeyptri vinnu.

– Sjá nánar á síðum 38 og 40. í nýju Bændablaði

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...