Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfjarðarhólfi um að afhending gripa til slátrunar verði eftir sauðburð.

Um aðgerðir stofnunarinnar er að ræða í kjölfar smitrakninga vegna riðutilfella sem staðfest voru á Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá. Áður hefur komið fram að einhverjir bændur væru tregir til að láta gripi sína í hendur stofnunarinnar, meðal annars vegna þess að sauðburður væri yfirstandandi.

„Við sendum svör á alla bændur sem höfðu andmælt. Þar föllumst við á andmæli vegna frests til aðgerða, gegn því að ýtrustu smitvarna sé gætt í millitíðinni. Síðasti afhendingar- dagur verður því 19. júní samkvæmt samkomulaginu. Mér sýnist að allir nema einn hafi samþykkt þetta,“ segir Daníel.

Um 35 gripir

Daníel segir að gripirnir sem um ræðir séu um 35, mest hrútar, en reyndar sé einn bændanna tíu sem um ræðir ekki með sitt skýrsluhald í Fjárvís þannig að nákvæm tala liggi ekki fyrir. „Eftir sauðburð búumst við að þetta verði um 50 gripir með lömbum,“ segir hann.

Í kjölfar riðutilfellisins á Bergsstöðum, þar sem tæplega 700 fjár var fargað, fór Matvælastofnun í smitrakningu á gripum sem höfðu verið seldir þaðan og fannst smit í einni gimbur sem rakin var á Syðri- Urriðaá og hafði komið þangað árið 2020.

Ekkert smit í 70 gripum

Að sögn Daníels hafa um 70 sýni úr gripum frá Syðri-Urriðaá verið greind eftir að rannsóknastofan á Keldum tók aftur til starfa eftir eldsvoða þar, en einungis þetta eina sýni hefur reynst jákvætt. „Það er afar líklegt að gimbrin hafi á þessum tíma náð að smita út frá sér en það virðist vera sem svo að smitið hafi ekki náð fótfestu í hjörðinni að Syðri-Urriðaá. Því lá mér mikið á að kalla inn þessa gripi alla áður en þeir næðu að smita út frá sér.“

Daníel segir að greining á sýnum frá Syðri-Urriðaá sé aftur komin á fullt á Keldum. Hann vonast til að góð mynd af stöðunni á Syðri- Urriðaá gæti orðið ljós á næstu dögum.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...