Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Eftirmál riðuveiki
Mynd / smh
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum samningaviðræðum við fulltrúa matvælaráðuneytisins um bótagreiðslur vegna niðurskurðar sem fyrirskipaður var á um 1.400 fjár á bæjunum tveimur í byrjun apríl eftir að riðuveiki var staðfest í þeirra hjörðum. Bæði bú voru meðal þeirra fremstu í íslenskri sauðfjárrækt þar sem mikil alúð var lögð í ræktunina. Á blaðsíðum 32–37 er fjallað um eftirmál riðuveiki á bæjum í Miðfirði og Skagafirði og rætt við bændur. Eru þeir sammála um að reglugerð sem ákvarðar bótagreiðslur sé í raun starfslokasamningur við bændur, enda geri hún ekki ráð fyrir að tjón sé að fullu bætt. Vilji bændur byrja upp á nýtt, með sambærilegan fjárstofn, þurfi þeir sjálfir að leggja til umtalsvert fjármagn. Auk þess séu afurðatjónsbætur langt undir meðalafurðum í dag. Frá vinstri eru þau Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson á Urriðaá, Ari G. Guðmundsson og Elín Anna Skúladóttir á Bergsstöðum.

Sjá nánar á bls. 32–37. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...