Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eftirmál riðuveiki
Mynd / smh
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum samningaviðræðum við fulltrúa matvælaráðuneytisins um bótagreiðslur vegna niðurskurðar sem fyrirskipaður var á um 1.400 fjár á bæjunum tveimur í byrjun apríl eftir að riðuveiki var staðfest í þeirra hjörðum. Bæði bú voru meðal þeirra fremstu í íslenskri sauðfjárrækt þar sem mikil alúð var lögð í ræktunina. Á blaðsíðum 32–37 er fjallað um eftirmál riðuveiki á bæjum í Miðfirði og Skagafirði og rætt við bændur. Eru þeir sammála um að reglugerð sem ákvarðar bótagreiðslur sé í raun starfslokasamningur við bændur, enda geri hún ekki ráð fyrir að tjón sé að fullu bætt. Vilji bændur byrja upp á nýtt, með sambærilegan fjárstofn, þurfi þeir sjálfir að leggja til umtalsvert fjármagn. Auk þess séu afurðatjónsbætur langt undir meðalafurðum í dag. Frá vinstri eru þau Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson á Urriðaá, Ari G. Guðmundsson og Elín Anna Skúladóttir á Bergsstöðum.

Sjá nánar á bls. 32–37. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...