Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbreytileikann T137 í sauðfé, sem talinn er vera verndandi gegn riðuveiki.
Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbreytileikann T137 í sauðfé, sem talinn er vera verndandi gegn riðuveiki.
Þann 8. júlí síðastliðinn var landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu undirrituð. Skjal þetta er í raun stefnuyfirlýsing þar sem mótuð hefur verið sameiginleg stefna stjórnvalda og bænda og þar með stigið stórt skref í að blása til sóknar í baráttunni við riðuna með nýrri nálgun, sem vonandi verður lokabardaginn. En hvað felur þessi áætlun í sér? Hve...
Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudaginn, en í henni er gert ráð fyrir að verkefninu verði lokið innan 20 ára.
Lengi héldu margir að ARR væri ekki til í sauðfjárstofninum – einangrunin átti að hafa takmarkað fjölbreytileikann, sem mér fannst reyndar aldrei sannfærandi rök. Fyrir tveimur árum fannst það samt. Þá héldu margir að Þernunes væri kannski eini bærinn með „upprunalegt“ ARR í landinu. Núna kom í ljós að þeir eru að minnsta kosti tveir, meira að segj...
Matvælastofnun hefur kært bændur á tveimur bæjum í Miðfirði fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis.
Ekki eru fyrirhugaðar neinar breytingar á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki í sauðfé í sumar.
Á upplýsingafundi um riðuveiki í sauðfé í Varmahlíð 21. júní kom fram að fimm breytileikar í mismunandi samsetningu sem finnast hér á landi og hafa verið næmisprófaðar fyrir riðusmiti virðast vera með mótstöðu.
Um 600 lömb á Íslandi bera hina alþjóðlegu viðurkenndu arfgerð ARR samkvæmt nýjustu tölum.
Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind sem kom frá nágrannabænum Bergsstöðum sem gjafagimbur haustið 2020.
Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum samningaviðræðum við fulltrúa matvælaráðuneytisins um bótagreiðslur vegna niðurskurðar sem fyrirskipaður var á um 1.400 fjár á bæjunum tveimur í byrjun apríl eftir að riðuveiki var staðfest í þeirra hjörðum.
Matvælaráðherra tilkynnti í lok apríl um breytta aðferðarfræði í átt að því markmiði að útrýma riðuveiki í íslensku sauðfé.
Opinn upplýsingafundur var haldinn á Hótel Laugarbakka þriðjudaginn 18. apríl vegna riðutilfella í Miðfjarðarhólfi sem þar voru nýlega staðfest í fyrsta skipti.
Riðuveiki í sauðfé hefur í fyrsta sinn greinst í Miðfjarðarhólfi, sauðfjárveikivarnarhólfs í Vestur-Húnavatnssýslu. Um 1.400 fjár hefur verið skorið niður á tveimur bæjum. Ákall er í búgreininni meðal bænda og sauðfjárræktarráðunauta um breytt fyrirkomulag á riðuveikivörnum. Þá hefur yfirdýralæknir lagt ákveðnar breytingar til á fyrirkomulagi varna...
Sem kunnugt er, þá er nú í fullum gangi verkefni sem gengur út á að finna verndandi arfgerðir í sauðfé sem ver það gegn riðusmiti – og rækta síðan upp stofna um allt land sem verða ónæmir gegn þessum vágesti í íslenskri sauðfjárrækt.
Tvö rannsóknaverkefni eru í gangi hér á landi sem ganga út á riðugensgreiningar. Markmið beggja er að leita að arfgerðum sem veita vernd gagnvart riðu sem hægt væri að nýta í ræktun á íslenska sauðfjárstofninum til varnar hinum skæða sjúkdómi.
Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Húnaþingi vestra í Vatnsneshólfi, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Í hólfinu greindist síðast riða árið 2015. Matvælastofnun vinnur að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
Í kjölfar nýlegra riðutilfella á sauðfjárbúum í Skagafirði vakti Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, athygli á því að einnig hefði þurft að skera niður stóra hjörð geita á Grænumýri, þrátt fyrir að riða hafi aldrei verið staðfest í íslenskum geitum. Sagði hún að skoða þurfi hvort nauðsynlegt sé að skera niður geitahópa í s...
„Það er vissulega mikið áfall þegar svona atburður kemur upp, hann hefur í för með sér bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fyrir fjáreigendurna og hefur líka áhrif á samfélagið í heild,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps í Skagafirði, en niðurskurður sauðfjár eftir að upp kom riða í héraðinu hefur lagst þungt á samfélagið.
Riðuveiki var staðfest á fjórum sauðfjárbúum í Skagafirði, StóruÖkrum, SyðriHofdölum, Grænumýri og Hofi í Hjaltadal. Í kjölfarið var lögum samkvæmt fyrirskipaður niðurskurður alls fjár á búunum, eða á um 2.500 gripum.
Riðuveiki hefur nú greinst á fimm bæjum í Skagafirði. Eina ráðið til þess að bregðast við er niðurskurður á smituðu fé. Hugur okkar allra eru hjá þeim bændum og fjölskyldum þeirra sem eru í þessari ömurlegu stöðu. Ég vil treysta því að þeir aðilar sem lenda í þessum hremmingum leiti til Bændasamtakanna ef eitthvað er sem við getum aðstoðað þá með.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtök Íslands og sveitarfélögin í Skagafirði hafa gert samkomulag við Kristínu Lindu Jónsdóttur, sálfræðing, um að veita sauðfjárbændum sálrænan stuðning og ráðgjöf vegna nýlegra riðutilfella í Skagafirði.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett af stað vinnu í ráðuneyti sínu við að meta og endurskoða reglur og stjórnsýslu hvað varðar málefni riðu, varnarlínu búfjár, bótafyrirkomulags vegna búfjársjúkdóma og niðurskurðar og regluverk dýraheilbrigðis.
Á fundi landbúnaðarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gærmorgun er lýst áhyggjum yfir stöðu mála varðandi riðu í Skagafirði, í ljósi nýlegra tilfella í Tröllaskagahólfi.
Matvælastofnun staðfesti þann 27. október riðu á bæjunum Grænumýri og SyðriHofdölum í Blönduhlíð, og Hofi í Hjaltadal. Sauðféð sem riðan greindist í kom frá Stóru-Ökrum þar sem riða var staðfest í vikunni þar á undan. Ákvörðun um niðurskurð lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun.
Matvælastofnun hefur óskað eftir því við sauðfjárbændur í Tröllaskagahólfi að þeir hafi samband við héraðsdýralækni vegna sýnatöku á fé sem misferst eða er slátrað heima. Tilefnið er nýlega staðfest riðusmit í Tröllaskagahólfi.
Allt Skjálfandahólf hefur nú verið skilgreint sem riðufrítt varnarhólf, en um áramótin hafði ekki komið upp smit í því í tuttugu ár. Þá eru eftir sjö varnarhólf sem eru flokkuð sem sýkt varnarhólf, af þeim 25 sem landið er flokkað niður í.
Ef ekki kemur upp riðutilfelli í Skjálfandahólfi til áramóta mun það verða skilgreint sem riðufrítt varnarhólf, enda hefur þá ekki komið upp tilfelli þar í tuttugu ár þegar riða greindist á bænum Lóni í Kelduhverfi.
Þann 31. desember, 2017 munu þrjú varnarhólf á Austurlandi losna undan höftum riðuskilgreiningar. Enn eru þó níu af 26 hólfum á landinu skilgreind sem sýkt og ekki sér fyrir endann á baráttunni við sjúkdóminn.
Riðuveiki hefur greinst á búi í Skagafirði. Aðeins er um mánuður síðan riða greindist á Vatnsnesi. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
Riðuveiki greindist nýverið á bæ á Norðvesturlandi. Þetta er fyrsta tilfelli hefðbundinnar riðu sem greinist á landinu frá árinu 2010.