Úr Blönduhlíð í Skagafirði.
Úr Blönduhlíð í Skagafirði.
Mynd / HKr.
Fréttir 25. nóvember 2020

Besti stuðningurinn felst í því að snúa vörn í sókn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er vissulega mikið áfall þegar svona atburður kemur upp, hann hefur í för með sér bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fyrir fjáreigendurna og hefur líka áhrif á samfélagið í heild,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps í Skagafirði, en niðurskurður sauðfjár eftir að upp kom riða í héraðinu hefur lagst þungt á samfélagið.

Hrefna bendir á að biðtíminn sem nú standi yfir á meðan mál skýrist sé ávallt erfiður fyrir alla sem hlut eiga að máli og komi ofan á niðurskurðinn sjálfan. Fram undan er svo heilmikil vinna við sótthreinsun á býlunum. „Þessu er langt í frá lokið,“ segir hún. 

Hún segir að verið sé að fara yfir málin og skoða með hvaða hætti best sé að styðja við þá sem lenda í riðuniðurskurði. Gerir Hrefna ráð fyrir að ráðuneyti landbúnaðarmála komi fljótlega fram með tillögur að gagnlegum endurbótum á regluverki og bótafyrirkomulagi.

Mikilvægt að gleyma ekki andlegri heilsu

„Svo er gríðarlega mikilvægt að gleyma ekki andlegri heilsu og verið er að skoða þann þátt málsins með aðstoð fagaðila,“ segir hún.

„Umræðan hefur skiljanlega verið mjög tilfinningaþrungin fram til þessa, en ég tel að það sé mjög mikilvægt að við styðjum þá bændur sem lentu í þessu eins og hægt er. Til lengri tíma litið felst besti stuðningurinn í því að snúa vörn í sókn og leita allra leiða sem unnt er til að skilja búfjársjúkdóma betur, efla sjúkdómavarnir og laga verkferla og stjórnsýslu í von um að þessi atburður leiði til jákvæðrar þróunar á endanum. Það er mjög mikilvægt, ekki síst í skammdeginu, að halda í vonina,“ segri Hrefna.

Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps í Skagafirði.

Skylt efni: Riðuveiki | riða

Hallar á landbúnað í fyrstu úthlutun
Fréttir 22. janúar 2021

Hallar á landbúnað í fyrstu úthlutun

Nokkur skortur gætti á beinum landbúnaðarverkefnum við fyrstu úthlutun Matvælasj...

Rafbílarisinn Tesla tapar fyrir sandeðlum í Þýskalandi
Fréttir 22. janúar 2021

Rafbílarisinn Tesla tapar fyrir sandeðlum í Þýskalandi

Þýskur dómstóll úrskurðaði þann 17. desember síðastliðinn að Tesla þyrfti að lút...

Hrúturinn Svarti-Smári frá Vatni er héraðsmeistari
Fréttir 22. janúar 2021

Hrúturinn Svarti-Smári frá Vatni er héraðsmeistari

Út af dálitlu sem hefur angrað heiminn síðustu mánuði var ekki hægt að halda hau...

Þóttust vera eftirlitsmenn MAST
Fréttir 21. janúar 2021

Þóttust vera eftirlitsmenn MAST

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á atburði þar sem tveir einst...

NAWA Technologies komið með einkaleyfi á „byltingarkenndum” bílarafhlöðum
Fréttir 21. janúar 2021

NAWA Technologies komið með einkaleyfi á „byltingarkenndum” bílarafhlöðum

Undanfarna áratugi og enn frekar á síðustu árum og misserum hafa látlausar frétt...

Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika
Fréttir 21. janúar 2021

Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra hefur úthlutað styrkjum til fjölmargra og ...

Kemst allt að 640 km á einni fyllingu
Fréttir 20. janúar 2021

Kemst allt að 640 km á einni fyllingu

Toyota setti á markað í Banda­ríkjunum í byrjun desember, 2021-útgáfu af sportle...

Gjöf til uppbyggingar á skólamann- virkjum í Varmahlíð
Fréttir 20. janúar 2021

Gjöf til uppbyggingar á skólamann- virkjum í Varmahlíð

Stjórn Menningarseturs Skag­firðinga hefur ákveðið að hætta starfsemi og afhenda...