Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Úr Blönduhlíð í Skagafirði.
Úr Blönduhlíð í Skagafirði.
Mynd / HKr.
Fréttir 25. nóvember 2020

Besti stuðningurinn felst í því að snúa vörn í sókn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er vissulega mikið áfall þegar svona atburður kemur upp, hann hefur í för með sér bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fyrir fjáreigendurna og hefur líka áhrif á samfélagið í heild,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps í Skagafirði, en niðurskurður sauðfjár eftir að upp kom riða í héraðinu hefur lagst þungt á samfélagið.

Hrefna bendir á að biðtíminn sem nú standi yfir á meðan mál skýrist sé ávallt erfiður fyrir alla sem hlut eiga að máli og komi ofan á niðurskurðinn sjálfan. Fram undan er svo heilmikil vinna við sótthreinsun á býlunum. „Þessu er langt í frá lokið,“ segir hún. 

Hún segir að verið sé að fara yfir málin og skoða með hvaða hætti best sé að styðja við þá sem lenda í riðuniðurskurði. Gerir Hrefna ráð fyrir að ráðuneyti landbúnaðarmála komi fljótlega fram með tillögur að gagnlegum endurbótum á regluverki og bótafyrirkomulagi.

Mikilvægt að gleyma ekki andlegri heilsu

„Svo er gríðarlega mikilvægt að gleyma ekki andlegri heilsu og verið er að skoða þann þátt málsins með aðstoð fagaðila,“ segir hún.

„Umræðan hefur skiljanlega verið mjög tilfinningaþrungin fram til þessa, en ég tel að það sé mjög mikilvægt að við styðjum þá bændur sem lentu í þessu eins og hægt er. Til lengri tíma litið felst besti stuðningurinn í því að snúa vörn í sókn og leita allra leiða sem unnt er til að skilja búfjársjúkdóma betur, efla sjúkdómavarnir og laga verkferla og stjórnsýslu í von um að þessi atburður leiði til jákvæðrar þróunar á endanum. Það er mjög mikilvægt, ekki síst í skammdeginu, að halda í vonina,“ segri Hrefna.

Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps í Skagafirði.

Skylt efni: Riðuveiki | riða

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...