Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Uppfært kort yfir alla bæi þar sem erfðaauðlind breytileikans T137 hefur fundist.
Uppfært kort yfir alla bæi þar sem erfðaauðlind breytileikans T137 hefur fundist.
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbreytileikann T137 í sauðfé, sem talinn er vera verndandi gegn riðuveiki.

Að sögn Karólínu Elísabetardóttur í Hvammshlíð, sem hefur á undanförnum árum unnið að rannsóknum á þessum breytileika hér á landi og hvatt til innleiðingar á honum í íslenska stofninn, segir að þar sé fundin ný erfðaauðlind fyrir breytileikann. „Þetta eru mæðgur og mjög ólíklegt að um mistök við greiningu sé að ræða því þær voru arfgerðagreindar í sitthvoru lagi á árunum 2023 og 2024.

Prinsessa frá Grímsstöðum Mynd/Karen Líf

Við getum erfðafræðilega ekki rakið nein tengsl við aðra gripi með þennan breytileika. Því fögnum við þessu mjög, því hér er um alveg nýtt svæði að ræða og sérstaklega er það mikilvægt því Skjálfandahólf er ekki riðuhólf og flutningur á milli hjarða því alveg frjáls. Um hyrnt fé er að ræða og móðirin er svartflekkótt. Bóndinn ætlar núna að fjölga þessu markvisst, áhuginn er mikill á þeim bæ.“

Listi yfir sölubú

Að sögn Karólínu liggur nýr listi fyrir yfir sölubú með breytileikann T137 í sauðfé og er aðgengilegur á vefslóðinni riduvarnir.is, þar sem margvíslegan annan fróðleik er að finna um riðuvarnir með verndandi arfgerðum. „Hugmyndin að listanum kom upp í kjölfar þess að einungis tveir T137hrútar eru á sæðingastöðvunum, þannig að bændur ættu að nýta sér líflambakaup næsta haust til að fjölga þessum mikilvæga breytileika. Það má benda á að T137bændur eru hvattir til að skrá búin sín – færslan á riduvarnir. is heitir „Kortleggjum T137“.

Það sem er sérstakt við listann er að hægt er að skrá upplýsingar um hvað er í boði, hvort um hyrnda eða kollótta gripi er að ræða eða ferhyrnda til dæmis, hvort það er bara hvítt í boði eða líka mislitt og með hvaða ræktunaráherslur viðkomandi bóndi er.“

Glæða Prinsessudóttir frá Grímsstöðum Mynd/Karen Líf
Mikill áhugi á riðuvörnum

„Einnig er hægt að sjá í listanum erfðaupprunann sem T137gripirnir á viðkomandi búi rekja ættir sínar til, sem voru bara átta fram til þessa. Þar kemur í ljós að gripirnir á Grímsstöðum 4 voru ekki tengdir neinum þeirra. Bóndinn á búinu er Elín Steingrímsdóttir, en Karen Líf Sigurðardóttir, frænka hennar, er með henni í öllu. Það eru um 70 vetrarfóðraðar kindur á bænum, nánar tiltekið 63 ær, fjórir hrútar og fjögur smálömb.

Áhuginn á riðuvörnum er mikill á þeim bæ þótt hann sé ekki á riðusvæði og margir gripir arfgerðagreindir. 

Kindurnar tvær með T137 eru mæðgurnar Prinsessa, fædd 2019 og Glæða, fædd 2024. Að öllum líkindum kemur dýrmæti breytileikinn annaðhvort frá hrútnum 00­702 Valla eða ánni 94­468 Dimmu sem var einnig frá Grímsstöðum 4,“ segir Karólína.

Beiðni um viðurkenningu á T137

„Það er langt síðan að nýir gripir fundust með breytileikann, síðast í Hrútatungu í Miðfirði, tengt Bergsstaðafénu. Við erum enn með beiðni í matvælaráðuneytinu um að fá formlega viðurkenningu á því að þessi breytileiki sé verndandi enda hefur verið sýnt fram á það með vinnu alþjóðlega rannsóknahópsins sem við Stefanía [Traustadóttir], Vilhjálmur [Svansson] og Eyþór [Einarsson] höfum verið í samstarfi með hér á landi. Því miður virðist ekki eiga að afgreiða beiðnina fyrir áramót, en það breytir því ekki að erlendu riðusérfræðingarnir hvetja íslenska bændur til að nota T137 óspart samhliða ARR­breytileikanum í ræktunarstarfi sínu,“ segir Karólína enn fremur.

Hún skrifaði nýlega Facebook­ færslu inn á síðu sauðfjárbænda þar sem birt er álit sérfræðinganna og segir að í kjölfarið á þeirri birtingu hafi hún frétt af því að notkun á T137­ hrútnum Fastusi frá Möðruvöllum á sæðingastöð hafi stóraukist.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...