Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kvikmyndatökur hafa farið fram á Þernunesi nú í haust. Hér sést Eyþór Einarsson frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins við lambadóma á bænum, þegar gripir með hina verndandi arfgerð ARR voru metnir.
Kvikmyndatökur hafa farið fram á Þernunesi nú í haust. Hér sést Eyþór Einarsson frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins við lambadóma á bænum, þegar gripir með hina verndandi arfgerð ARR voru metnir.
Fréttir 27. október 2022

Heimildamynd í vinnslu um riðuveiki í sauðfé

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sem kunnugt er, þá er nú í fullum gangi verkefni sem gengur út á að finna verndandi arfgerðir í sauðfé sem ver það gegn riðusmiti – og rækta síðan upp stofna um allt land sem verða ónæmir gegn þessum vágesti í íslenskri sauðfjárrækt.

Konráð Gylfason stendur fjær en Guðbergur Davíðsson nær.

Verkefnið hefur vakið mikla athygli og nú hafa kvikmyndagerðarmennirnir Guðbergur Davíðsson og Konráð Gylfason ráðist í gerð heimildamyndar um riðuveiki í sauðfé og þetta merka verkefni.

Að sögn Guðbergs kviknaði hugmyndin að þessari heimilda- myndagerð þegar tíðindi bárust frá Þernunesi í Reyðarfirði, að þar hefði fundist hrúturinn Gimsteinn með verndandi gen gegn riðuveiki. Hann hafi áður fylgst með fréttum af stórfelldum niðurskurði á nokkrum bæjum í Skagafirði í byrjun árs 2020 og svo einnig á síðasta ári.

Valdið mörgum fjölskyldum miklum harmi

„Við hugsuðum með okkur þegar fréttirnar af Gimsteini bárust, að þetta væri gott efni í heimildamynd. Nú væru loksins komin jákvæð teikn um að hægt væri að útrýma veikinni fyrir fullt og allt og hætta niðurskurði sem hefur valdið mörgum fjölskyldum miklum harmi. Þetta yrði sem sagt söguleg mynd með jákvæðum endi þar sem saga riðuveiki og baráttunnar við hana yrðu gerð skil í bland við persónulegar sögur nokkurra bænda af niðurskurði og afleiðingum hans, bæði á búrekstur og fjölskyldulíf,“ segir Guðbergur.

Að sögn Guðbergs er undirbúningur og handrit að mestu leyti klárt, en verkefnið bíður eftir svari frá Kvikmyndasjóði Íslands um fjármagn. RÚV hafi hins vegar keypt sýningarrétt ef tekst að framleiða myndina. „Plan B er til staðar, en er torsótt og þarf vonandi ekki að virkja,“ segir Guðbergur spurður um afdrif myndarinnar berist ekki styrkur úr Kvikmyndasjóði.

Stöðugur áhugi á málefnum sauðfjárbænda

„Áhuginn á málefnum sauðfjárbænda hafa fylgt mér alla tíð síðan ég var í sveit í mörg ár á sauðfjárbúi í Ísafjarðardjúpi en við félagarnir höfum ekki neina beina tengingu við fólk með bitra reynslu en hluttekningin er til staðar.

Við höfum tekið upp smávegis og meðal annars með hrútunum Steini og Gimsteini á Þernunesi og auk þess talað við fjölda manns um hugsanlega þátttöku. Það er mjög óljóst hvenær Kvikmyndasjóður svarar en ef hann færi núna eftir reglunum verður það ekki síðar en um miðjan nóvember,“ segir Guðbergur.

Knýjandi spurningar

Heimildamyndagerðin er samvinnuverkefni framleiðslufyrirtækjanna Ljósops og KAM film, en Guðbergur er í forsvari fyrir Ljósop og Konráð fyrir KAM film.

Lagt er upp með að myndin verði 60 mínútna löng og muni spanna sögu riðuveiki á Íslandi, hvernig hún komst til landsins, baráttan við hana og um hugsanlega lausn sem er í sjónmáli.

Þeir Guðbergur og Konráð segja að nálgunin verði að vissu leyti sú að setja sig í spor bónda sem fær fréttir af því að riðuveiki hafi fundist í fénu hans.

Sýna hvernig hann bregst við þeim nýju aðstæðum að þurfa að horfast í augu við það að kindurnar sem hann og fjölskyldan hefur verið vakin og sofin yfir verði felldar. Knýjandi spurningar vakni í kjölfarið eins og hvað verður svo í framhaldinu, hvað er til ráða – hvernig bregst kerfið við?

Þeir segja að kvikmyndagerðin muni felast í samtölum við bændur og fjölskyldur sem lent hafa í niðurskurði. Opinberum aðilum verður blandað saman við framvindu sögunnar um riðuveiki á Íslandi með myndrænni og lifandi framsetningu á þessu umdeilda efni, sem lifað hefur með þjóðinni í tæpa eina og hálfa öld.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...