Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sauðfjárbændum veittur sálrænn stuðningur og ráðgjöf vegna riðuveikitilfella
Fréttir 18. nóvember 2020

Sauðfjárbændum veittur sálrænn stuðningur og ráðgjöf vegna riðuveikitilfella

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtök Íslands og sveitarfélögin í Skagafirði hafa gert samkomulag við Kristínu Lindu Jónsdóttur, sálfræðing, um að veita sauðfjárbændum sálrænan stuðning og ráðgjöf vegna nýlegra riðutilfella í Skagafirði.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að í verkefninu felist að heimilisfólki, á þeim búum þar sem riðuveiki hefur greinst, standi til boða að nýta sér sálfræðiþjónustu Kristínar Lindu. Ráðgjöfin verður í boði Skagafirði þegar aðstæður leyfa eða í gegnum fjarfundarbúnað. Auk þess hafa framangreindir aðilar fengið sent fræðslu- og leiðbeiningarefni sem hefur verið tekið saman um áhrif af ytri áföllum á líðan fólks og hagnýt ráð sem hafa reynst vel þegar erfiðleikar og áföll ganga yfir. Sjónum er sérstaklega beint að viðbrögðum ef riðuveiki greinist í sauðfé. Í fræðsluefninu er auk þess vikið að bjargráðum foreldra vegna upplifunar barna og ungmenna.

Þá mun Kristín Linda sækja opinn upplýsingafund sem fyrirhugað er að halda á næstu vikum þar sem hún mun taka þátt í umræðum og svara spurningum.

Kristín Linda ólst upp á blönduðu búi í Fnjóskadal í Þingeyjarsýslu og var bóndi í Miðhvammi í Aðaldal í 15 ár. Hún er nú klínískur sálfræðingur og hefur starfað á eigin sálfræðistofu, Huglind ehf., í Reykjavík í níu ár,“ segir í tilkynningunni.

Skylt efni: Riðuveiki | riða

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...