Sauðfjárbændum veittur sálrænn stuðningur og ráðgjöf vegna riðuveikitilfella
Fréttir 18. nóvember 2020

Sauðfjárbændum veittur sálrænn stuðningur og ráðgjöf vegna riðuveikitilfella

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtök Íslands og sveitarfélögin í Skagafirði hafa gert samkomulag við Kristínu Lindu Jónsdóttur, sálfræðing, um að veita sauðfjárbændum sálrænan stuðning og ráðgjöf vegna nýlegra riðutilfella í Skagafirði.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að í verkefninu felist að heimilisfólki, á þeim búum þar sem riðuveiki hefur greinst, standi til boða að nýta sér sálfræðiþjónustu Kristínar Lindu. Ráðgjöfin verður í boði Skagafirði þegar aðstæður leyfa eða í gegnum fjarfundarbúnað. Auk þess hafa framangreindir aðilar fengið sent fræðslu- og leiðbeiningarefni sem hefur verið tekið saman um áhrif af ytri áföllum á líðan fólks og hagnýt ráð sem hafa reynst vel þegar erfiðleikar og áföll ganga yfir. Sjónum er sérstaklega beint að viðbrögðum ef riðuveiki greinist í sauðfé. Í fræðsluefninu er auk þess vikið að bjargráðum foreldra vegna upplifunar barna og ungmenna.

Þá mun Kristín Linda sækja opinn upplýsingafund sem fyrirhugað er að halda á næstu vikum þar sem hún mun taka þátt í umræðum og svara spurningum.

Kristín Linda ólst upp á blönduðu búi í Fnjóskadal í Þingeyjarsýslu og var bóndi í Miðhvammi í Aðaldal í 15 ár. Hún er nú klínískur sálfræðingur og hefur starfað á eigin sálfræðistofu, Huglind ehf., í Reykjavík í níu ár,“ segir í tilkynningunni.

Skylt efni: Riðuveiki | riða

Úttekt á framkvæmd tollamála í burðarliðnum
Fréttir 4. desember 2020

Úttekt á framkvæmd tollamála í burðarliðnum

Alþingi samþykkt undir lok nóvember beiðni níu þingmanna Miðflokksins um að útte...

Verðþróun á dagvörumarkaði: Innfluttar vörur í flestum tilvikum hækkað mun meira
Fréttir 3. desember 2020

Verðþróun á dagvörumarkaði: Innfluttar vörur í flestum tilvikum hækkað mun meira

ASÍ hefur skilað skýrslu til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) um ve...

Byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins
Fréttir 2. desember 2020

Byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins

Í gær var formlegur samstarfssamningur um Grænan hraðal undirritaður sem er sams...

Skorið niður á Syðri-Hofdölum – hjörð líklega smituð
Fréttir 2. desember 2020

Skorið niður á Syðri-Hofdölum – hjörð líklega smituð

Matvælastofnun áréttar vegna andmæla við niðurskurði á sauðfé á bænum Syðri-Hofd...

Ísland ákjósanlegt fyrir lífræna ræktun
Fréttir 2. desember 2020

Ísland ákjósanlegt fyrir lífræna ræktun

Fimmtudaginn 12. nóvember stóð Fagráð í lífrænum búskap fyrir málþinginu Lífræn ...

Gamla útboðsleiðin fyrir tollkvóta búvara verði tímabundin tekin upp
Fréttir 1. desember 2020

Gamla útboðsleiðin fyrir tollkvóta búvara verði tímabundin tekin upp

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerir...

Díoxín-menguð landnámshænuegg
Fréttir 30. nóvember 2020

Díoxín-menguð landnámshænuegg

Matvælastofnun varar við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. í Hrísey.  Fyri...

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu
Fréttir 27. nóvember 2020

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu

Í dag klukkan 13 verður haldin uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og s...