Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sauðfjárbændum veittur sálrænn stuðningur og ráðgjöf vegna riðuveikitilfella
Fréttir 18. nóvember 2020

Sauðfjárbændum veittur sálrænn stuðningur og ráðgjöf vegna riðuveikitilfella

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtök Íslands og sveitarfélögin í Skagafirði hafa gert samkomulag við Kristínu Lindu Jónsdóttur, sálfræðing, um að veita sauðfjárbændum sálrænan stuðning og ráðgjöf vegna nýlegra riðutilfella í Skagafirði.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að í verkefninu felist að heimilisfólki, á þeim búum þar sem riðuveiki hefur greinst, standi til boða að nýta sér sálfræðiþjónustu Kristínar Lindu. Ráðgjöfin verður í boði Skagafirði þegar aðstæður leyfa eða í gegnum fjarfundarbúnað. Auk þess hafa framangreindir aðilar fengið sent fræðslu- og leiðbeiningarefni sem hefur verið tekið saman um áhrif af ytri áföllum á líðan fólks og hagnýt ráð sem hafa reynst vel þegar erfiðleikar og áföll ganga yfir. Sjónum er sérstaklega beint að viðbrögðum ef riðuveiki greinist í sauðfé. Í fræðsluefninu er auk þess vikið að bjargráðum foreldra vegna upplifunar barna og ungmenna.

Þá mun Kristín Linda sækja opinn upplýsingafund sem fyrirhugað er að halda á næstu vikum þar sem hún mun taka þátt í umræðum og svara spurningum.

Kristín Linda ólst upp á blönduðu búi í Fnjóskadal í Þingeyjarsýslu og var bóndi í Miðhvammi í Aðaldal í 15 ár. Hún er nú klínískur sálfræðingur og hefur starfað á eigin sálfræðistofu, Huglind ehf., í Reykjavík í níu ár,“ segir í tilkynningunni.

Skylt efni: Riðuveiki | riða

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...