Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sauðfjárbændum veittur sálrænn stuðningur og ráðgjöf vegna riðuveikitilfella
Fréttir 18. nóvember 2020

Sauðfjárbændum veittur sálrænn stuðningur og ráðgjöf vegna riðuveikitilfella

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtök Íslands og sveitarfélögin í Skagafirði hafa gert samkomulag við Kristínu Lindu Jónsdóttur, sálfræðing, um að veita sauðfjárbændum sálrænan stuðning og ráðgjöf vegna nýlegra riðutilfella í Skagafirði.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að í verkefninu felist að heimilisfólki, á þeim búum þar sem riðuveiki hefur greinst, standi til boða að nýta sér sálfræðiþjónustu Kristínar Lindu. Ráðgjöfin verður í boði Skagafirði þegar aðstæður leyfa eða í gegnum fjarfundarbúnað. Auk þess hafa framangreindir aðilar fengið sent fræðslu- og leiðbeiningarefni sem hefur verið tekið saman um áhrif af ytri áföllum á líðan fólks og hagnýt ráð sem hafa reynst vel þegar erfiðleikar og áföll ganga yfir. Sjónum er sérstaklega beint að viðbrögðum ef riðuveiki greinist í sauðfé. Í fræðsluefninu er auk þess vikið að bjargráðum foreldra vegna upplifunar barna og ungmenna.

Þá mun Kristín Linda sækja opinn upplýsingafund sem fyrirhugað er að halda á næstu vikum þar sem hún mun taka þátt í umræðum og svara spurningum.

Kristín Linda ólst upp á blönduðu búi í Fnjóskadal í Þingeyjarsýslu og var bóndi í Miðhvammi í Aðaldal í 15 ár. Hún er nú klínískur sálfræðingur og hefur starfað á eigin sálfræðistofu, Huglind ehf., í Reykjavík í níu ár,“ segir í tilkynningunni.

Skylt efni: Riðuveiki | riða

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...