Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Breyta á um aðferðarfræði í átt að því markmiði að útrýma riðuveiki í íslensku sauðfé og verður áhersla lögð á hraðari ræktun riðuþolins sauðfjárstofns á ræktunarsvæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði.
Breyta á um aðferðarfræði í átt að því markmiði að útrýma riðuveiki í íslensku sauðfé og verður áhersla lögð á hraðari ræktun riðuþolins sauðfjárstofns á ræktunarsvæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði.
Mynd / smh
Fréttir 11. maí 2023

Breytt aðferðarfræði við útrýmingu á riðu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðherra tilkynnti í lok apríl um breytta aðferðarfræði í átt að því markmiði að útrýma riðuveiki í íslensku sauðfé.

Fallist hefur verið á tillögur yfirdýralæknis um að markvisst verði unnið að hraðari ræktun riðuþolins sauðfjárstofns á svæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði, auk þess sem gripir með verndandi arfgerðir gegn riðusmiti verða undanskildar frá niðurskurði þegar riðutilfelli koma upp í hjörðum.

Þannig er gert ráð fyrir að hægt verði að rækta upp fjárstofn með verndandi arfgerðum á riðusvæðum sem myndi þá minnka verulega líkurnar á því að sjúkdómurinn geri vart við sig.

Eftir fimm ár verða hverfandi líkur á niðurskurði

Ákall hefur verið um þessa breyttu nálgun um nokkra hríð innan búgreinarinnar enda hefur á síðustu misserum verið ráðist í markvisst ræktunarstarf með verndandi arfgerðir gegn riðusmitum og má búist við að þúsundir lamba fæðist á þessu vori með þessar arfgerðir.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að yfir 80 prósent af ásettu fé á mestu áhættusvæðunum verði ólíklegt til að veikjast af riðu eftir fimm ár og þar með hverfandi líkur á niðurskurði. Stjórnvöld hafa tryggt nægt fjármagn til að áætlunin nái fram að ganga, eða alls 567 milljónir króna til næstu sjö ára. Þar á meðal eru arfgerðagreiningar á 15 til 40 þúsundum fjár árlega.

Aðkoma Íslenskrar erfðagreiningar

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), hefur stýrt verkefnum varðandi arfgerðagreiningar og ræktunarstarfið með verndandi arfgerðir. Hann fagnar útspili stjórnvalda en segir að enn hafi ekki átt sér stað viðræður um útfærslu á þeim stuðningi sem stjórnvöld hafi tryggt til verkefnanna. Hann reikni þó með því að fjármagnið verði hægt að nota til að styðja við sæðingastöðvarnar og rannsóknar­verkefni auk þess að niðurgreiða arfgerðargreiningar.

Hann segir að það sé einnig fagnaðarefni að Íslensk erfðagreining hafi lýst yfir vilja til að aðstoða RML við þær arfgerðagreiningar sem fram undan eru.

„Með aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að verkefninu er hægt að greina mikinn fjölda sýna á stuttum tíma og með hagkvæmari hætti. Við ætlum að prófa þetta samstarf núna í byrjun sumars og vonandi mun svo Íslensk erfðagreining koma inn í þetta að fullum þunga í haust.

Ljóst er að fjöldi sýna sem þarf að taka mun aukast jafnt og þétt á næstu árum. Það þarf að fylgja eftir notkun hrúta með verndandi arfgerðir á komandi árum með markvissri sýnatöku,“ segir Eyþór, sem hefur lýst áhyggjum sínum af því að kostnaður bænda gæti orðið mjög íþyngjandi við þessar greiningar og utanumhald.

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...

Land tryggt undir vindmyllusvæðin
Fréttir 11. nóvember 2024

Land tryggt undir vindmyllusvæðin

Skipulagsstofnun hefur fengið fyrirhugaðan vindorkugarð í Fljótsdalshreppi inn á...

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt
Fréttir 11. nóvember 2024

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt

Erfðarannsóknir í íslenskri kornrækt sækja í sig veðrið um þessar mundir, ekki s...

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...