Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Mynd / Aðsend
Fréttir 8. desember 2020

Ekki stætt á öðru en að farga geitunum

Höfundur: smh

Í kjölfar nýlegra riðutilfella á sauðfjárbúum í Skagafirði vakti Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, athygli á því að einnig hefði þurft að skera niður stóra hjörð geita á Grænumýri, þrátt fyrir að riða hafi aldrei verið staðfest í íslenskum geitum. Sagði hún að skoða þurfi hvort nauðsynlegt sé að skera niður geitahópa í slíkum tilfellum, þar sem íslenski geitastofninn sé mjög viðkvæmur og í útrýmingarhættu. 

Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að geitur geti í öllu falli borið smitefni og því hafi ekki verið annar kostur í stöðunni.

Anna María sagði í umfjöllun í síðasta Bændablaði að hingað til hefðu gilt sömu reglur um niðurskurð varðandi geitfé og sauðfé, þrátt fyrir að ekki hafi verið sannað að riðan smitaðist á milli. Það þyrfti að skoða alvarlega reglur um niðurskurð. Íslenskar geitur væru öðruvísi en sauðfé, meðal annars hvað varðar genasamsetningu. 

Rannsóknir skortir

„Þekkt er að geitur geta fengið riðu þó svo ekki hafi greinst riða í geitum hér á landi enn þá. Ekki er hægt að taka undir fullyrðingar þess efnis að íslenskar geitur séu svo sérstakar að þær fái ekki riðu, því rannsóknir skortir. Í öllu falli geta geitur borið riðusmitefni og geitur þær sem skornar voru á Grænumýri nýlega voru í miklum samgangi við sauðféð á bænum og því ekki stætt á öðru en að farga þeim, því miður,“ segir Sigurborg.

 Hún bætir við að ráðherra hafi boðað að núverandi fyrirkomulag forvarna og aðgerða gegn riðu verði tekið til endurskoðunar á komandi misserum og þá muni þetta mál örugglega koma inn í þá vinnu.“  

Skylt efni: geitur | riða | Riðuveiki

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...

Land tryggt undir vindmyllusvæðin
Fréttir 11. nóvember 2024

Land tryggt undir vindmyllusvæðin

Skipulagsstofnun hefur fengið fyrirhugaðan vindorkugarð í Fljótsdalshreppi inn á...

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt
Fréttir 11. nóvember 2024

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt

Erfðarannsóknir í íslenskri kornrækt sækja í sig veðrið um þessar mundir, ekki s...