Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skjálfandahólf skilgreint sem riðufrítt varnarhólf
Mynd / Matvælastofnun
Fréttir 16. janúar 2020

Skjálfandahólf skilgreint sem riðufrítt varnarhólf

Höfundur: smh

Allt Skjálfandahólf hefur nú verið skilgreint sem riðufrítt varnarhólf, en um áramótin hafði ekki komið upp smit í því í tuttugu ár. Þá eru eftir sjö varnarhólf sem eru flokkuð sem sýkt varnarhólf, af þeim 25 sem landið er flokkað niður í.

Engin riðusýkt svæði eru því í Skjálfandahólfi en áfram gilda takmarkanir á flutningi á fé milli bæja þar sem garnaveiki hefur greinst síðustu tíu árin. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun gilda sömu reglur um sýkt svæði innan varnarhólfs og um sýkt varnarhólf; allir flutningar á fé milli hjarða innan þessara svæða og frá þeim yfir varnalínur eru bannaðar. Til að kaupa líffé inn á sýkt varnarsvæði þarf að sækja um leyfi til Matvælastofnunar.

Leyfi þarf til að flytja inn á ósýkt svæði

Þegar skilgreind eru ósýkt svæði innan varnarhólfs þá gilda sömu reglur og um ósýkt varnarhólf; engar takmarkanir eru settar á flutninga með lifandi fé milli hjarða innan þessara svæða. Hins vegar þarf að sækja um leyfi til Matvælastofnunar ef flytja á fé inn á þessi svæði.

Eftirtalin sjö varnarhólf eru þá enn skilgreind sem sýkt riðusvæði: Landnámshólf, Vatnsneshólf, Húna- og Skagahólf, Tröllaskagahólf, Suðurfjarðahólf, Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf auk Biskupstungnahólfs.

Landnámshólf verður næst til að verða aflétt úr riðuhöftum, eða í lok árs 2023, komi ekki upp smit. Þar á eftir er það Biskupstungnahólf, ári seinna. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f