Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skjálfandahólf skilgreint sem riðufrítt varnarhólf
Mynd / Matvælastofnun
Fréttir 16. janúar 2020

Skjálfandahólf skilgreint sem riðufrítt varnarhólf

Höfundur: smh

Allt Skjálfandahólf hefur nú verið skilgreint sem riðufrítt varnarhólf, en um áramótin hafði ekki komið upp smit í því í tuttugu ár. Þá eru eftir sjö varnarhólf sem eru flokkuð sem sýkt varnarhólf, af þeim 25 sem landið er flokkað niður í.

Engin riðusýkt svæði eru því í Skjálfandahólfi en áfram gilda takmarkanir á flutningi á fé milli bæja þar sem garnaveiki hefur greinst síðustu tíu árin. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun gilda sömu reglur um sýkt svæði innan varnarhólfs og um sýkt varnarhólf; allir flutningar á fé milli hjarða innan þessara svæða og frá þeim yfir varnalínur eru bannaðar. Til að kaupa líffé inn á sýkt varnarsvæði þarf að sækja um leyfi til Matvælastofnunar.

Leyfi þarf til að flytja inn á ósýkt svæði

Þegar skilgreind eru ósýkt svæði innan varnarhólfs þá gilda sömu reglur og um ósýkt varnarhólf; engar takmarkanir eru settar á flutninga með lifandi fé milli hjarða innan þessara svæða. Hins vegar þarf að sækja um leyfi til Matvælastofnunar ef flytja á fé inn á þessi svæði.

Eftirtalin sjö varnarhólf eru þá enn skilgreind sem sýkt riðusvæði: Landnámshólf, Vatnsneshólf, Húna- og Skagahólf, Tröllaskagahólf, Suðurfjarðahólf, Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf auk Biskupstungnahólfs.

Landnámshólf verður næst til að verða aflétt úr riðuhöftum, eða í lok árs 2023, komi ekki upp smit. Þar á eftir er það Biskupstungnahólf, ári seinna. 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f