Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skjálfandahólf skilgreint sem riðufrítt varnarhólf
Mynd / Matvælastofnun
Fréttir 16. janúar 2020

Skjálfandahólf skilgreint sem riðufrítt varnarhólf

Höfundur: smh

Allt Skjálfandahólf hefur nú verið skilgreint sem riðufrítt varnarhólf, en um áramótin hafði ekki komið upp smit í því í tuttugu ár. Þá eru eftir sjö varnarhólf sem eru flokkuð sem sýkt varnarhólf, af þeim 25 sem landið er flokkað niður í.

Engin riðusýkt svæði eru því í Skjálfandahólfi en áfram gilda takmarkanir á flutningi á fé milli bæja þar sem garnaveiki hefur greinst síðustu tíu árin. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun gilda sömu reglur um sýkt svæði innan varnarhólfs og um sýkt varnarhólf; allir flutningar á fé milli hjarða innan þessara svæða og frá þeim yfir varnalínur eru bannaðar. Til að kaupa líffé inn á sýkt varnarsvæði þarf að sækja um leyfi til Matvælastofnunar.

Leyfi þarf til að flytja inn á ósýkt svæði

Þegar skilgreind eru ósýkt svæði innan varnarhólfs þá gilda sömu reglur og um ósýkt varnarhólf; engar takmarkanir eru settar á flutninga með lifandi fé milli hjarða innan þessara svæða. Hins vegar þarf að sækja um leyfi til Matvælastofnunar ef flytja á fé inn á þessi svæði.

Eftirtalin sjö varnarhólf eru þá enn skilgreind sem sýkt riðusvæði: Landnámshólf, Vatnsneshólf, Húna- og Skagahólf, Tröllaskagahólf, Suðurfjarðahólf, Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf auk Biskupstungnahólfs.

Landnámshólf verður næst til að verða aflétt úr riðuhöftum, eða í lok árs 2023, komi ekki upp smit. Þar á eftir er það Biskupstungnahólf, ári seinna. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...