Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Engar breytingar í sumar á reglum um útrýmingu
Fréttir 12. júlí 2023

Engar breytingar í sumar á reglum um útrýmingu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ekki eru fyrirhugaðar neinar breytingar á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki í sauðfé í sumar.

Starfshópur var skipaður í lok maí sem var falið að skila tillögum til matvælaráðherra 1. nóvember varðandi nýja nálgun við útrýmingu á riðuveiki. Hópnum var falið að vinna að greiningu á núverandi stöðu, útfærslu á aðferðafræði við ræktun fjár með verndandi arfgerðir og mati á breyttri nálgun aðgerða gegn riðuveiki.

Í svari matvælaráðuneytisins, við fyrirspurn um mögulegar breytingar í sumar á reglunum, kemur fram að á meðan sérfræðingahópurinn sé að störfum mun ráðuneytið ekki leggja til breytingar á þeim reglum sem gilda um útrýmingu á riðuveiki enda munu breytingar byggja á tillögum sérfræðingahópsins. Heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um útrýmingu á riðu muni fara fram þegar sérfræðingahópurinn hefur skilað tillögum sínum.

Í fyrirspurninni var einnig spurt um efni stöðuskýrslu sem til stóð að starfshópurinn skilaði 15. júní. Í svarinu kemur fram að yfirdýralæknir hafi verið í leyfi frá störfum á þeim tíma og því hafi skýrslunni ekki verið skilað, en áætlað sé að henni verði skilað á næstunni.

Af svörum ráðuneytisins er ljóst að ekki stendur til að breyta reglum um bótagreiðslur til bænda sem hafa lent í niðurskurði. Í svörunum kemur þó fram að enn sé unnið að samningum um bótagreiðslur við bændur í Miðfirði.

Skylt efni: Riðuveiki

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...