Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Engar breytingar í sumar á reglum um útrýmingu
Fréttir 12. júlí 2023

Engar breytingar í sumar á reglum um útrýmingu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ekki eru fyrirhugaðar neinar breytingar á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki í sauðfé í sumar.

Starfshópur var skipaður í lok maí sem var falið að skila tillögum til matvælaráðherra 1. nóvember varðandi nýja nálgun við útrýmingu á riðuveiki. Hópnum var falið að vinna að greiningu á núverandi stöðu, útfærslu á aðferðafræði við ræktun fjár með verndandi arfgerðir og mati á breyttri nálgun aðgerða gegn riðuveiki.

Í svari matvælaráðuneytisins, við fyrirspurn um mögulegar breytingar í sumar á reglunum, kemur fram að á meðan sérfræðingahópurinn sé að störfum mun ráðuneytið ekki leggja til breytingar á þeim reglum sem gilda um útrýmingu á riðuveiki enda munu breytingar byggja á tillögum sérfræðingahópsins. Heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um útrýmingu á riðu muni fara fram þegar sérfræðingahópurinn hefur skilað tillögum sínum.

Í fyrirspurninni var einnig spurt um efni stöðuskýrslu sem til stóð að starfshópurinn skilaði 15. júní. Í svarinu kemur fram að yfirdýralæknir hafi verið í leyfi frá störfum á þeim tíma og því hafi skýrslunni ekki verið skilað, en áætlað sé að henni verði skilað á næstunni.

Af svörum ráðuneytisins er ljóst að ekki stendur til að breyta reglum um bótagreiðslur til bænda sem hafa lent í niðurskurði. Í svörunum kemur þó fram að enn sé unnið að samningum um bótagreiðslur við bændur í Miðfirði.

Skylt efni: Riðuveiki

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...