Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Riðutilfelli staðfest í Húnaþingi vestra
Mynd / Bbl
Fréttir 2. mars 2021

Riðutilfelli staðfest í Húnaþingi vestra

Höfundur: Ritstjórn

Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Húnaþingi vestra í Vatnsneshólfi, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Í hólfinu greindist síðast riða árið 2015. Matvælastofnun vinnur að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.

„Riðan greindist í sýni úr kind frá bænum Vatnshóli í Húnaþingi en á bænum eru nú um 925 fjár. Bóndinn hafði samband við Matvælastofnun sem tók sýni úr kindinni og sendi á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum þar sem riðuveiki var staðfest.

Búið er í Vatnsneshólfi og í því hólfi hefur riðuveiki komið upp á einu búi á undanförnum 20 árum. Síðast greindist riða á bænum árið 1999.

Ekki er talið að þetta tilfelli tengist riðutilfellunum í Tröllaskagahólfi þar sem riða greindist á fimm bæjum fyrir áramót.

Héraðsdýralæknir vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og úttekt á búinu til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Því næst fer málið í hefðbundið ferli hvað varðar gerð samnings um niðurskurð,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Skylt efni: riða | Riðuveiki

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...