Skjálfandahólf gæti orðið riðufrítt um áramótin
Fréttir 11. desember

Skjálfandahólf gæti orðið riðufrítt um áramótin

Höfundur: smh

Ef ekki kemur upp riðutilfelli í Skjálfandahólfi til áramóta mun það verða skilgreint sem riðufrítt varnarhólf, enda hefur þá ekki komið upp tilfelli þar í tuttugu ár þegar riða greindist á bænum Lóni í Kelduhverfi.

Matvælstofnun greindi frá þessu í dag. Fé má þá flytja frjálst innan hólfsins sem er skilgreint sem svæðisskipt varnarhólf, þar sem svæðin Skútustaðahreppur, Engidal og Lundarbrekku – og bæir þar fyrir sunnan – teljast ósýkt svæði í annars sýktu hólfi..

Gangi þetta eftir verða enn sjö varnarhólf skilgreind sýkt svæði; Landnámshólf, Vatnsneshólf, Húna- og Skagahólf, Tröllaskagahólf, Suðurfjarahólf, Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf auk Biskupstungnahólfs. 

 

Mynd / Matvælastofnun

Matvælastofnun hvetur til þess að sauðfjáreigendur haldi áfram vöku sinni fyrir einkennum riðuveikinnar og hafi samband við héraðs héraðsdýralækni ef kind sýnir grunsamleg einkenni. „Einnig ef kindur drepast heima við eða þeim slátrað vegna sjúkdóma eða slysa. Þá skal hafa samband við Matvælastofnun og séð verður til þess að sýni séu tekin, bændum að kostnaðarlausu,“ segir í umfjöllun Matvælastofnunar.

 

Fjöldi staðfestra riðutilfella frá árinu 1987. Mynd / Matvælastofnun

Demantshringurinn formlega opnaður
Fréttir 25. september

Demantshringurinn formlega opnaður

Ferskt íslenskt grænmeti og salat
Fréttir 25. september

Ferskt íslenskt grænmeti og salat

Nú stendur uppskerutími sem hæst og grænmeti flæðir í búðir.  Þeir sem eru með m...

LS segja tækifæri til að hagræða í slátrun, vinnslu og markaðssetningu
Fréttir 25. september

LS segja tækifæri til að hagræða í slátrun, vinnslu og markaðssetningu

Skattafrádráttur vegna skógræktar
Fréttir 25. september

Skattafrádráttur vegna skógræktar

Frá og með tekjuárinu 2020 geta lögaðilar fengið frádrátt á tæpu prósenti tekjus...

Umsóknir voru 92 um þrjú störf skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Fréttir 24. september

Umsóknir voru 92 um þrjú störf skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Heildarfjöldi umsókna 92 um þrjár stöður skrifstofustjóra í atvinnuvega- nýsköpu...

Hugmyndir um sérstakt Búvörumerki fyrir íslenskar matvörur
Fréttir 24. september

Hugmyndir um sérstakt Búvörumerki fyrir íslenskar matvörur

Samráðshópur um betri merkingar matvæla hefur skilað tólf tillögum til sjávarútv...

Mjólkurframleiðsla Norðurlandanna stóð í stað á milli ára
Fréttir 24. september

Mjólkurframleiðsla Norðurlandanna stóð í stað á milli ára

Á hverju ári taka NMSM samtökin, sem eru samstarfsvettvangur Norðurlandanna um ý...

Mótun landbúnaðarstefnu
Fréttir 24. september

Mótun landbúnaðarstefnu

Nú hefur ráðherra landbúnaðarmála sett saman starfshóp sem vinna á úr fyrirliggj...