Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skjálfandahólf gæti orðið riðufrítt um áramótin
Fréttir 11. desember 2019

Skjálfandahólf gæti orðið riðufrítt um áramótin

Höfundur: smh

Ef ekki kemur upp riðutilfelli í Skjálfandahólfi til áramóta mun það verða skilgreint sem riðufrítt varnarhólf, enda hefur þá ekki komið upp tilfelli þar í tuttugu ár þegar riða greindist á bænum Lóni í Kelduhverfi.

Matvælstofnun greindi frá þessu í dag. Fé má þá flytja frjálst innan hólfsins sem er skilgreint sem svæðisskipt varnarhólf, þar sem svæðin Skútustaðahreppur, Engidal og Lundarbrekku – og bæir þar fyrir sunnan – teljast ósýkt svæði í annars sýktu hólfi..

Gangi þetta eftir verða enn sjö varnarhólf skilgreind sýkt svæði; Landnámshólf, Vatnsneshólf, Húna- og Skagahólf, Tröllaskagahólf, Suðurfjarahólf, Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf auk Biskupstungnahólfs. 

 

Mynd / Matvælastofnun

Matvælastofnun hvetur til þess að sauðfjáreigendur haldi áfram vöku sinni fyrir einkennum riðuveikinnar og hafi samband við héraðs héraðsdýralækni ef kind sýnir grunsamleg einkenni. „Einnig ef kindur drepast heima við eða þeim slátrað vegna sjúkdóma eða slysa. Þá skal hafa samband við Matvælastofnun og séð verður til þess að sýni séu tekin, bændum að kostnaðarlausu,“ segir í umfjöllun Matvælastofnunar.

 

Fjöldi staðfestra riðutilfella frá árinu 1987. Mynd / Matvælastofnun

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...