Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skjálfandahólf gæti orðið riðufrítt um áramótin
Fréttir 11. desember 2019

Skjálfandahólf gæti orðið riðufrítt um áramótin

Höfundur: smh

Ef ekki kemur upp riðutilfelli í Skjálfandahólfi til áramóta mun það verða skilgreint sem riðufrítt varnarhólf, enda hefur þá ekki komið upp tilfelli þar í tuttugu ár þegar riða greindist á bænum Lóni í Kelduhverfi.

Matvælstofnun greindi frá þessu í dag. Fé má þá flytja frjálst innan hólfsins sem er skilgreint sem svæðisskipt varnarhólf, þar sem svæðin Skútustaðahreppur, Engidal og Lundarbrekku – og bæir þar fyrir sunnan – teljast ósýkt svæði í annars sýktu hólfi..

Gangi þetta eftir verða enn sjö varnarhólf skilgreind sýkt svæði; Landnámshólf, Vatnsneshólf, Húna- og Skagahólf, Tröllaskagahólf, Suðurfjarahólf, Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf auk Biskupstungnahólfs. 

 

Mynd / Matvælastofnun

Matvælastofnun hvetur til þess að sauðfjáreigendur haldi áfram vöku sinni fyrir einkennum riðuveikinnar og hafi samband við héraðs héraðsdýralækni ef kind sýnir grunsamleg einkenni. „Einnig ef kindur drepast heima við eða þeim slátrað vegna sjúkdóma eða slysa. Þá skal hafa samband við Matvælastofnun og séð verður til þess að sýni séu tekin, bændum að kostnaðarlausu,“ segir í umfjöllun Matvælastofnunar.

 

Fjöldi staðfestra riðutilfella frá árinu 1987. Mynd / Matvælastofnun

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...