Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind sem kom frá nágrannabænum Bergsstöðum sem gjafagimbur haustið 2020.

Þetta eru lokaniðurstöður sem Matvælastofnun hefur birt tilkynningu um. Niðurskurður á rúmlega 700 fjár var fyrirskipaður á Urriðaá vegna þessarar kindar. Bráðabirgðaniðurstöður úr greiningum sýna frá Bergsstöðum benda til þess að tæplega átta prósent hjarðarinnar þar hafi verið smituð.

Kom ekki á óvart

Dagbjört Diljá Einþórsdóttir, bóndi á Urriðaá, segir að þetta hafi ekki komið þeim á óvart. „Við reyndum að berjast ásamt öllum sveitungunum okkar við að stöðva niðurskurð. Okkur grunaði að smitið hefði ekki náð lengra en að Bergsstöðum. En það var ekkert hlustað á okkur. Okkur finnst þetta bara grátleg staða, fórna þessum góða stofni og svo finnst ekki ein kind smituð frá Urriðaá.

Nú stefna þeir á að aflífa sölufé frá bænum um miðjan júní þó öll okkar sýni hafi verið neikvæð. Okkur finnst þetta algjörlega galin vinnubrögð hjá Matvælastofnun.

Yfir helmingurinn af fénu sem við höfum selt frá Urriðaá hefur aldrei komist í kynni við þessa sem við áttum frá Bergsstöðum. Þessir gripir voru allir seldir áður en sú kind kom í fjárhúsin hjá okkur,“ segir hún.

Margra ára meðgöngutími

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að meðgöngutími riðuveiki sé mörg ár og oftast ekki hægt að greina smitefnið í heilasýnum fyrr en mörgum árum eftir að kindin smitast. Niðurstöðurnar þýði ekki að engar af kindunum hafi verið smitaðar, aðeins að smitefnið hafi ekki greinst.

Matvælastofnun minnir bændur á að gera viðvart ef þeir verða varir við einkenni í fé sem geta bent til riðu eða ef fé hjá þeim drepst af óþekktum orsökum.

Skylt efni: Riðuveiki | riða | Urriðaá

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...