Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind sem kom frá nágrannabænum Bergsstöðum sem gjafagimbur haustið 2020.

Þetta eru lokaniðurstöður sem Matvælastofnun hefur birt tilkynningu um. Niðurskurður á rúmlega 700 fjár var fyrirskipaður á Urriðaá vegna þessarar kindar. Bráðabirgðaniðurstöður úr greiningum sýna frá Bergsstöðum benda til þess að tæplega átta prósent hjarðarinnar þar hafi verið smituð.

Kom ekki á óvart

Dagbjört Diljá Einþórsdóttir, bóndi á Urriðaá, segir að þetta hafi ekki komið þeim á óvart. „Við reyndum að berjast ásamt öllum sveitungunum okkar við að stöðva niðurskurð. Okkur grunaði að smitið hefði ekki náð lengra en að Bergsstöðum. En það var ekkert hlustað á okkur. Okkur finnst þetta bara grátleg staða, fórna þessum góða stofni og svo finnst ekki ein kind smituð frá Urriðaá.

Nú stefna þeir á að aflífa sölufé frá bænum um miðjan júní þó öll okkar sýni hafi verið neikvæð. Okkur finnst þetta algjörlega galin vinnubrögð hjá Matvælastofnun.

Yfir helmingurinn af fénu sem við höfum selt frá Urriðaá hefur aldrei komist í kynni við þessa sem við áttum frá Bergsstöðum. Þessir gripir voru allir seldir áður en sú kind kom í fjárhúsin hjá okkur,“ segir hún.

Margra ára meðgöngutími

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að meðgöngutími riðuveiki sé mörg ár og oftast ekki hægt að greina smitefnið í heilasýnum fyrr en mörgum árum eftir að kindin smitast. Niðurstöðurnar þýði ekki að engar af kindunum hafi verið smitaðar, aðeins að smitefnið hafi ekki greinst.

Matvælastofnun minnir bændur á að gera viðvart ef þeir verða varir við einkenni í fé sem geta bent til riðu eða ef fé hjá þeim drepst af óþekktum orsökum.

Skylt efni: Riðuveiki | riða | Urriðaá

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...