Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá fundarhöldunum í Varmahlíð.
Frá fundarhöldunum í Varmahlíð.
Fréttir 7. júlí 2023

Fimm af sjö breytileikum virðast með mótstöðu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á upplýsingafundi um riðuveiki í sauðfé í Varmahlíð 21. júní kom fram að fimm breytileikar í mismunandi samsetningu sem finnast hér á landi og hafa verið næmisprófaðar fyrir riðusmiti virðast vera með mótstöðu.

Einungis tveir breytileikar reyndust næmir fyrir smiti. Þá voru kynntar niðurstöður rannsókna um að sótthreinsun eftir niðurskurð komi ekki í veg fyrir endursmit.

Hópur erlendra og íslenskra riðusérfræðinga tók þátt í fundarhöldum sem voru tvískipt. Aðdragandinn var þannig að Karólína Elísabetardóttir hafði 2021 samband við þýska vísindamanninn Christine Fast sem stofnaði í kjölfarið rannsóknarhóp leiðandi príonsérfræðinga úr sex löndum. Þessi hópur hittist núna í fyrsta skipti hér á landi. Karólína segir í aðsendri grein hér í blaðinu, bls. 48-49, frá heimsókn hinna erlendu sérfræðinga og vettvangsferð þeirra um þekkt íslensk riðusvæði – auk þess að greina frá helstu niðurstöðum frá fundunum.

Þar kemur fram að samkvæmt niðurstöðum úr umfangsmiklum næmisrannsóknum á íslenskum arfgerðum sem voru gerðar í Frakklandi, reyndust eingöngu breytileikarnir VRQ og ARQ vera næmar fyrir riðusmiti. Hinir fimm breytileikarnir fimm virðast vera verndandi. Þessar niðurstöður kynnti franski vísindamaðurinn Vincent Béringue, sem hefur haft veg og vanda af þessum prófunum.

Sótthreinsun hindrar ekki endursmit

Breski vísindamaðurinn Ben Maddison kynnti líka markverðar niðurstöður á fundinum úr rannsóknum um takmörkuð áhrif sótthreinsunar á bæjum eftir riðusmit. Á Englandi hafa þessi áhrif verið rannsökuð í meira en 20 ár og er mat Bens að þrátt fyrir sótthreinsun sé augljóst að áhættan sé alltaf til staðar á endursmiti. Niðurskurður og sótthreinsun getur ekki komið í veg fyrir að riða komi upp aftur og að eingöngu ónæmar arfgerðir tryggja að ekkert endursmit geti átt sér stað.

Í grein Karólínu kemur fram að almennt hafi komið erlendu gestunum mjög á óvart hversu vel upplýstir, vel menntaðir og gestrisnir íslensku bændurnir voru sem þeir kynntust í heimsóknum og á fundum – sérstaklega í samanburði við bændur í heimalöndunum þeirra.

Skylt efni: Riðuveiki

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...