Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hyrndu ærnar Friðsemd og Sæný.
Hyrndu ærnar Friðsemd og Sæný.
Mynd / Steinn Björnsson
Fréttir 22. febrúar 2022

Þrjár ær til viðbótar með ARR arfgerðina í Þernunesi

Höfundur: smh

Niðurstöður bárust um helgina úr sýnatökum í Þernunesi þar sem leitað var að ARR-arfgerðinni, sem er verndandi gegn riðu í sauðfé. Þrjár ær fundust með arfgerðina af þeim 95 sýnum sem tekin voru að þessu sinni, tvær eru hyrndar og eru þær fyrstu hyrndu kindurnar sem finnast með arfgerðina hér á landi.

Samtals hafa því níu kindur fundist með arfgerðina í Þernunesi, en í öllum tilvikum eru þær arfblendnar með arfgerðina. Áfram verður haldið að greina hjörðina á bænum. 

Hyrndu ærnar fjarskyldar hinum 

Í umfjöllun Eyþórs Einarssonar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins kemur fram að í síðustu sýnatöku í Þernunesi hafi elstu árgangarnir verið teknir fyrir; allar ær fæddar 2014 og eldri, auk allra hrúta og valdar ær sem tengdust þeim sem áður höfðu verið greindar með ARR. Hyrndu ærnar sem nú finnast með arfgerðina eru fremur fjarskyldar hinum sem áður fundust og engin þessara þriggja kinda er tengd Njálu frá Kambi, sem er formóðir allra hinna sex einstaklinganna. 

Myndir / Steinn Björnsson

Kindurnar sem fundust með argerðina um helgina eru eftirfarandi: 
  • Friðsemd 14-431, hvít, hyrnd. Faðir Botni 13-026 frá Þernunesi og móðir Sólfríð 12-256, Þernunesi.
  • Sæný 14-480, hvít, hyrnd. Faðir Njörður 12-019 frá Þernunesi og móðir Sæunn 09-919, Þernunesi.
  • Móða 16-658, grámórauð, kollótt. Faðir Júlíus 15-003 frá Þernunesi og móðir Grákolla 13-366, Þernunesi.
Fyrstu sýnin úr arfgerðargreiningunum farin í greiningu

Eyþór segir að haldið verði áfram að kortleggja ARR-arfgerðina í Þernunesi. „Þá er í gangi umfangsmikið átaksverkefni á vegum RML í arfgerðargreiningum og á næstu vikum og mánuðum verða tekin sýni úr meira en 20.000 kindum vítt og breytt um landið. Fyrstu sýni úr því verkefni eru farin í greiningu en engar niðurstöður liggja fyrir. Þegar sú sýnataka verður afstaðin ætti að fást ágæt mynd á það hversu ARR arfgerðin er útbreydd í stofninum – eða hvort Þernunes sé eina uppsprettan,“ segir Eyþór. 

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...