Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Bergsstaðir í Miðfirði er fyrsti bærinn í Miðfjarðarhólfi þar sem riða í sauðfé greinist.
Bergsstaðir í Miðfirði er fyrsti bærinn í Miðfjarðarhólfi þar sem riða í sauðfé greinist.
Í deiglunni 12. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á liðlega 40 árum hafa rúmlega 850 hjarðir verið skornar niður á Íslandi, með meira en 200 þúsund fjár. Mörkuð var stefna af hálfu stjórnvalda árið 1986, þegar vitað var um riðu á um 100 bæjum, að freista þess að útrýma veikinni úr landinu með skipulögðum niðurskurði á öllum bæjum þar sem riðan var staðfest. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan.

Árið 2020 voru staðfest riðutilfelli á sex bæjum, annars vegar í Húna- og Skagahólfi og hins vegar í Tröllaskagahólfi. Síðan bættust við tilfelli á þremur bæjum í Vatnsneshólfi og Húna- og Skagahólfi árið 2021 – og nú nýjast í tveimur hjörðum í Miðfjarðarhólfi. Samtals hefur verið skorið niður um 6.500 fjár á þeim tíma.

Í kjölfar tilfellanna á Norðurlandi árið 2020 var Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir fengin til að ráðast í endurskoðun á reglum sem varða viðbrögð við riðuveiki. Hún skilað drögum til matvælaráðuneytisins í desember 2021 og nú nýlega tilkynnti matvælaráðherra um breytta nálgun við útrýmingu á riðuveiki með því að beita riðuþolnum arfgerðum.

Ákall bænda er nú hávært um nauðsyn þess að breyta ekki aðeins nálgun við útrýmingu á riðuveiki í sauðfé heldur einnig þeim bótaréttindum sem bændum standa til boða við þær aðstæður þegar þeir eru sviptir sínum bústofni, ævistarfi og ástríðu. Reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar er að stofni til frá 2001 og er samdóma álit þeirra bænda sem rætt er við í 11. tölublaði Bændablaðsins – og lentu í niðurskurði á árunum 2020 til 2023 – að hún sé úrelt.

Viðtal við bændur á Bergsstöðum í Miðfirði

Í sókn eftir erfiðleika
Fréttaskýring 8. september 2023

Í sókn eftir erfiðleika

Kornrækt virðist vera í sókn á nýjan leik og hefur ákvörðun stjórnvalda að setja...

Örplast í öll mál
Fréttaskýring 25. ágúst 2023

Örplast í öll mál

Örplast er sívaxandi vandamál í veröldinni. Það berst upp alla líf- og fæðukeðju...

Deilt um framtíð lausagöngu
Fréttaskýring 27. júlí 2023

Deilt um framtíð lausagöngu

Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um lausagöngu sauðfjár, eftir álit u...

Miklar breytingar í vændum
Fréttaskýring 14. júlí 2023

Miklar breytingar í vændum

Er miklu meiri skógrækt á Íslandi mál málanna? Eða er of hratt farið? Skógrækt t...

Letjandi skipulag
Fréttaskýring 6. júlí 2023

Letjandi skipulag

Einn helsti ásteytingarsteinn í íslenskri skógrækt er skipulagsmál.

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða
Fréttaskýring 30. júní 2023

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða

Blágrænir innviðir gætu létt á fráveitukerfum og búið til áhugavert grænt þéttbý...

Áhrif beitar: Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum
Fréttaskýring 16. júní 2023

Áhrif beitar: Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum

Ólafur Gestur Arnalds er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann lærði ja...

Áhrif beitar: Hófleg beit getur styrkt graslendi
Fréttaskýring 16. júní 2023

Áhrif beitar: Hófleg beit getur styrkt graslendi

Anna Guðrún Þórhallsdóttir er prófessor við Háskólann á Hólum. Hún lærði úthagaf...