Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þrjár verndandi arfgerðir í geitfé
Mynd / smh
Fréttir 12. janúar 2022

Þrjár verndandi arfgerðir í geitfé

Höfundur: smh

Laugardaginn 8. janúar hélt þýski riðusérfræðingurinn dr. Gesine Lühken, sem er einn þátttakenda í alþjóðlegri riðurannsókn hér á landi í sauðfé, fræðslufund á vegum Geitfjárræktarfélags Íslands. Á fundinum kom fram að verndandi arfgerðir í geitfé séu þrjár.

Riða í geitfé hefur aldrei verið staðfest á Íslandi, en þekkist hins vegar í öðrum löndum. Hins vegar segja reglur fyrir um að skera þurfi niður bæði sauðfé og geifé, komi upp riða á bæjum þar sem bæði búfjárkynin eru. Það var meðal annars tilfellið haustið 2020, þegar um 40 geitur voru skornar niður á Grænumýri í Skagafirði.

Arfgerðarrannsóknir í geitum

Landbúnaðarháskóli Íslands og Geitfjárræktarfélag Íslands fengu síðasta sumar styrk frá erfðanefnd landbúnaðarins til að gera arfgerðarrannsóknir á geitum. Markmið verkefnisins er að auka þekkingu á erfðafræðilegri stöðu stofnsins á arfgerðum sem tengjast næmi fyrir riðu.

Dr. Gesine Lühken.

Á fræðslufundinum túlkaði Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð fyrir Gesin Lühken, sem stýrt hefur alþjóðlegu riðurannsókninni. Hún segir að á fundinum hefði komið fram að búið væri að raðgreina arfgerðir úr 145 geitum frá 10 búum víðs vegar um landið, sem nemur um tíu prósenta íslenska geitastofnsins. „Í máli Gesine kom fram að verndandi arfgerðir í geitfé – breytileikar í príonpróteininu – varðandi næmi fyrir riðusmiti séu D146, S146 og K222. Það eru aðrar arfgerðir en taldar eru verndandi í sauðfé,“ segir hún.

Að sögn Karólínu hafa þessir verndandi breytileikar ekki komið fram í sýnatökunum úr geitum, en einn breytileiki fannst í sætinu 138 sem er „þögull“, sem þýðir að amínósýran sem breytist er öðruvísi samansett en samt sama ámínósýran og áður. Þess vegna er ólíklegt að hann hafi áhrif á næmi fyrir riðusmiti. Helmingur rannsakaða geita er með þennan breytileika, þar af átta prósent í arfhreinu formi.

Á fundinum, sem fór fram á Zoom, tóku einnig þátt fulltrúar úr sauðfjárræktinni, meðal annars Eyþór Einarsson frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Gunnar Þórarinsson frá fagráði sauðfjárræktar.

Raðgreina þarf príónpróteinið í öllum geitastofninum

Lífleg umræða varð um niðurstöðurnar, að sögn Karólínu. „Þorsteinn Ólafssonar dýralæknir var meðal þátttakenda og telur æskilegt að raðgreina príonpróteinið í öllum geitastofninum, helst samhliða öðrum eiginleikum. Gesine prófessor tók undir það,“ segir Karólína.

Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, segir íslenska stofninn telja um 1.620 einstaklinga. „Hann hefur verið algerlega óblandaður öðrum kynjum síðan fyrstu geiturnar komu til landsins fyrir meira en 1.100 árum, það eru engar heimildir um innflutning annarra kynja. Þrátt fyrir litla stofnstærð býr stofninn yfir ótrúlega miklum fjölbreytileika varðandi liti, hornalag, líkamsstærð og byggingu. Það væri afar fróðlegt, einnig með tilliti til annara geitakynja í heiminum, að rannsaka hann erfðafræðilega nánar.“

Upptökur frá fundinum eru aðgengilegar á slóðinni: www.tinyurl.com/geitaridufundur.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...