Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Ragnar Kristinn Bragason, sauðfjárbóndi á Ströndum, segir beina sölu á lamba- og ærkjöti til neytenda góða búbót.
Ragnar Kristinn Bragason, sauðfjárbóndi á Ströndum, segir beina sölu á lamba- og ærkjöti til neytenda góða búbót.
Mynd / aðsend
Fréttir 28. október 2025

Fá ekki ærkjöt til beinnar sölu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Eftir að sláturhúsinu á Blönduósi var lokað hafa bændurnir á Heydalsá á Ströndum þurft að falla frá beinni sölu á afurðum úr ærkjöti þar sem sláturhúsið á Hvammstanga býður eingöngu upp á fullvinnslu og pökkun á lambakjöti.

„Undanfarin tvö ár höfum við selt ærhakk, snitsel og gúllas sem var unnið í sláturhúsinu á Blönduósi,“ segir Ragnar Kristinn Bragason, bóndi á Heydalsá. Eftir að sláturhúsinu á Blönduósi var lokað völdu Ragnar, og eiginkona hans Sigríður G. Jónsdóttir, að senda sína gripi í sláturhúsið á Hvammstanga. Var það meðal annars vegna stuttrar vegalengdar fyrir hjónin að sækja kjöt sem þau keyra svo til fólks sem kaupir beint í gegnum þau. „Við fengum hins vegar neitun þegar við báðum þau um að vinna fyrir okkur ærkjöt,“ segir Ragnar.

Ærkjöt góð vara

Hjónin hafa selt lambakjöt beint til neytenda í tíu ár og síðustu tvö haust buðu þau jafnframt upp á ærkjöt. Ragnar segir viðskiptavini hafa tekið mjög vel í þá viðbót, enda viti þeir sem þekki ærkjöt að það sé góð vara. „Samlegðaráhrifin með lambakjötinu voru góð, því að við vorum hvort eð er að fara í ferðir með kjöt til neytenda. Það gaf aukinn styrk í búreksturinn að fá þessa viðbótarveltu því það munar um allar aukatekjur sem við getum fengið.“

Ragnar segist hafa ákveðin skilning á því að ekki sé vilji til að úrbeina ærkjöt til heimtöku í sláturhúsinu, enda fylgi því talsverð vinna og haustin mikill álagstími. Hann telur hins vegar góðan grundvöll fyrir kjötvinnslu sem myndi þjónusta bændur í framleiðslu á sinni vöru þar sem sláturhúsið geti ekki sinnt þessu.

Kjötið ekki unnið samkvæmt þörfum

„Þetta skilaði mun meiri tekjum en að leggja ærnar inn í sláturhúsið,“ segir Ragnar. Þau geti enn þá sent ær í sláturhús, en þeim stendur ekki til boða að fá það í heimtöku nema í heilum skrokkum eða söguðum niður í sjö parta. „Það lengsta sem sláturhúsið á Hvammstanga vill fara er að flétta beinunum úr kjötinu, en þá á eftir að vinna það eða hakka. Það dugar ekki fyrir okkur, því að fólk vill fá vöruna vakúmpakkaða og flotta heim í frystinn hjá sér.

Á Blönduósi var þetta unnið og úrbeinað, vöðvarnir teknir sér, þetta hanterað og pakkað. Við borguðum fyrir þá þjónustu ákveðið verð og sóttum kjötið um leið og við sóttum lambakjötið.“ Ragnar bendir á að hjónin fái lambakjötið enn þá meðhöndlað á sama hátt og gert var á Blönduósi.

Bein sala mikilvæg bændum

Hjónin hafa velt upp þeim möguleika að koma upp sinni eigin vinnslu eða vinna kjötið sjálf þar sem aðstaða er til. „Það er hins vegar þannig að það er yfirdrifið nóg að gera hjá okkur sauðfjárbændum á haustin. Okkur vantar ekki meiri vinnu, heldur þurfum við að finna leiðir til að fá meira fyrir það sem við erum að gera. Um leið og hægt er að komast í samstarf við fullbúna vinnslu og kjötiðnaðarmann verður komin ansi sterk stoð undir búreksturinn fyrir þá sem hafa getu og vilja til að sinna þessum markaði.

Ég held að bein sala okkar bænda á kjöti, hvort sem það er ærkjöt eða lambakjöt, sé bara til þess að auka neyslu og verðmæti. Við eigum okkar trygga kúnnahóp sem hefur farið vaxandi og núna seljum við sjálf um 30 prósent af lömbunum sem fara í sláturhúsið,“ segir Ragnar og telur að þess vegna ætti að vera farvegur til þess að verka kjöt samkvæmt þeirra þörfum.

Skylt efni: sauðfjárrækt

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...