Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Sauðfjárbændur kaupa greiðslumark til að styrkja rekstrargrundvöll sinn til lengri tíma.
Sauðfjárbændur kaupa greiðslumark til að styrkja rekstrargrundvöll sinn til lengri tíma.
Mynd / smh
Fréttir 10. desember 2024

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á innlausnarmarkaði ársins 2024 með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, barst 131 umsókn um kaup og 24 umsóknir um sölu.

Alls var óskað eftir 32 þúsund ærgildum til kaups, en til ráðstöfunar voru 4.266 ærgildi, eða 13 prósent samkvæmt tilkynningu úr matvælaráðuneytinu, en innlausnarverð ársins jafngildir beingreiðslum næstu tveggja ára sem eru 10.762 krónur á ærgildið.

Úthlutað var samkvæmt forgangsreglum um stuðning við sauðfjárrækt. Af 131 umsækjanda töldust 99 til forgangshóps og 32 til almenns hóps. Allt það greiðslumark sem var til ráðstöfunar rann því til forgangshóps, sem eru sauðfjárbændur sem eiga 100 kindur eða fleiri og eru með ásetningshlutfallið 1,0 eða hærra.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að engin sérstök tíðindi séu í þessum tölum og niðurstöður hans séu í samræmi við fyrri markaði. „Þetta eru bú sem eiga lítið greiðslumark sem eru að kaupa og styrkja rekstrargrundvöllinn til lengri tíma litið,“ segir hann.

Matvælaráðuneytið mun senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram, en upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í Afurð.

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f