Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sauðfjárbændur kaupa greiðslumark til að styrkja rekstrargrundvöll sinn til lengri tíma.
Sauðfjárbændur kaupa greiðslumark til að styrkja rekstrargrundvöll sinn til lengri tíma.
Mynd / smh
Fréttir 10. desember 2024

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á innlausnarmarkaði ársins 2024 með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, barst 131 umsókn um kaup og 24 umsóknir um sölu.

Alls var óskað eftir 32 þúsund ærgildum til kaups, en til ráðstöfunar voru 4.266 ærgildi, eða 13 prósent samkvæmt tilkynningu úr matvælaráðuneytinu, en innlausnarverð ársins jafngildir beingreiðslum næstu tveggja ára sem eru 10.762 krónur á ærgildið.

Úthlutað var samkvæmt forgangsreglum um stuðning við sauðfjárrækt. Af 131 umsækjanda töldust 99 til forgangshóps og 32 til almenns hóps. Allt það greiðslumark sem var til ráðstöfunar rann því til forgangshóps, sem eru sauðfjárbændur sem eiga 100 kindur eða fleiri og eru með ásetningshlutfallið 1,0 eða hærra.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að engin sérstök tíðindi séu í þessum tölum og niðurstöður hans séu í samræmi við fyrri markaði. „Þetta eru bú sem eiga lítið greiðslumark sem eru að kaupa og styrkja rekstrargrundvöllinn til lengri tíma litið,“ segir hann.

Matvælaráðuneytið mun senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram, en upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í Afurð.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...