Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Það er nauðsynlegt að sauðfjárbændur geti á nýjan leik farið að fjárfesta í búgreininni.
Það er nauðsynlegt að sauðfjárbændur geti á nýjan leik farið að fjárfesta í búgreininni.
Mynd / Myndasafn Bbl
Af vettvangi Bændasamtakana 17. nóvember 2023

Styrkurinn er í samvinnunni

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda.

Það er gömul saga og ný að þegar fólk og jafnframt stofnanir öðlast sameiginlega sýn á verkefni þá næst árangur.

Trausti Hjálmarsson.

Það fundum við sem vorum á ferðinni að hitta bændur dagana 30. okt–2. nóv. til að ræða nýjar mögulegar aðferðir við útrýmingu riðuveikinnar. Ræktun gegn riðu var yfirskrift fundanna og það ánægjulega er að þarna voru, saman komnir, fulltrúar frá Mast, Keldum, RML, LbhÍ, BÍ, Karólína Elísabetardóttir og Vincent Béringue sérfræðingur í riðu. Allir aðilar með það að sameiginlegu markmiði að leggja sitt af mörkum til að útrými riðuveiki á Íslandi. Loksins höfum við fengið smá von. Eftir þessa fundarferð þá þarf ekki að efast um að íslenskir sauðfjárbændur verða fljótir að ná árangri í ræktun gegn riðunni. Það mátti skynja mikinn kraft og áhuga hjá þeim bændum sem sóttu fundina. Við búum vel að því hversu sterk og rík hefð er fyrir ræktun og skýrsluhaldi í íslenskri sauðfjárrækt. Sauðfjárbændur búa yfir mikilli þekkingu og reynslu og árangur kynbótastarfsins ber þess mjög glöggt merki, við verðum fljót að ná forustu á heimsvísu í ræktun gegn riðu. Lykillinn að því er sameiginleg sýn okkar allra á verkefnið.

Framtíðarsýn fyrir sauðfjárbændur

Síðustu vikur og mánuði hafa bændur verið að benda á sína afleitu stöðu í efnahagslegu tilliti, sauðfjárbændur hafa um alllanga hríð verið að berjast fyrir tilveru sinni, lágt afurðaverð og stöðug rýrnun á ríkisstuðningi hafa gert það að verkum að á síðustu 7 árum hefur framleiðsla á dilkakjöti dregist saman um 20% og það eina sem sauðfjárbændur hafa getað gert til að bæta afkomu sína er að vinna utan bús. Það er röng stefna að ætla sauðfjárbændum að vinna fulla vinnu utan bús til að ná endum saman og framleiða þá gæðavöru sem lambakjöt er. Er eðlilegt að sauðfjárbændum sé ætlað að greiða með framleiðslunni?

Ef skoðað er hvernig starfsskilyrðum sauðfjárbænda hefur verið háttað síðustu áratugi þá kemur glögglega í ljós að fjárfestingargetu greinarinnar hefur verið verulega ábótavant og launagreiðslugeta hefur verið lítil sem engin. Íslenskir sauðfjárbændur standa framarlega á flestum sviðum sauðfjárræktarinnar í samanburði við aðrar þjóðir. Ef rétt er haldið á málum eigum við stórkostleg tækifæri fyrir höndum sem þarf að grípa en til þess þá þarf afkoman að batna. Það er nauðsynlegt að sauðfjárbændur geti á nýjan leik farið að fjárfesta í búgreininni. Víða er framleiðsluaðstaða að verða úr sér gengin, enda stór hluti fjárhúsa landsins byggð á árunum frá 1960-1980. Síðan þá hefur fjárfesting greinarinnar verið lítil og það eitt og sér er verulegt áhyggjuefni. Engin starfsgrein á sér framtíð ef ekki er byggt upp, aðstaða löguð og vinnuaðstaða bætt.

Fyrir nokkrum vikum var skipaður starfshópur þriggja ráðuneyta sem á að vera að fara yfir stöðu landbúnaðarins og koma með tillögur til úrbóta. Það er erfitt að sjá að nokkuð annað geti komið út úr því en að verulegrar leiðréttingar bæði til skemmri tíma og lengri sé þörf fyrir landbúnaðarframleiðslu á Íslandi og þá ekki síst fyrir sauðfjárbændur.

Líkt og með riðuna þá tel ég alveg ljóst að leiðin að bættum kjörum sauðfjárbænda snýst um að skilja vandann í sameiningu. Við skulum setjast niður, bændur og ríkið, og sameinast um leiðina að bættum kjörum sauðfjárbænda. Okkur getur greint á um leiðirnar til að byrja með en ég er handviss um að við getum komist að niðurstöðu ef aðeins það eitt gerist að við viðurkennum vandann og sameinumst um að taka á honum.

Íslandsmót í rúningi
Lesendarýni 18. október 2024

Íslandsmót í rúningi

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hyggst endurvekja Íslandsmeistaramótið í r...

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi
Lesendarýni 15. október 2024

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi

Árið 1981 voru samtök fag- og stéttarfélaga frjótækna í Evrópu stofnuð í Strasbo...

Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Lesendarýni 9. október 2024

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Á meðan trén vaxa ræða skógarbændur framtíðina. „Það er víst lítið annað að gera...

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara