Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tilkynningar frá þremur búum benda til þess að hrúturinn Viðar 17-844 frá
Bergsstöðum dreifi bógkreppu.
Tilkynningar frá þremur búum benda til þess að hrúturinn Viðar 17-844 frá Bergsstöðum dreifi bógkreppu.
Mynd / RML
Fréttir 31. ágúst 2022

Sterkur grunur um að sæðingahrútur dreifi bógkreppu

Höfundur: SIgurður Már Harðarson

Sterkur grunur er um að sæðingahrúturinn Viðar 17-844 frá Bergsstöðum dreifi frá sér erfðagallanum bógkreppu.

Samkvæmt upplýsingum frá Eyþóri Einarssyni, sauðfjár- ræktarráðunauti hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hafa þegar borist tilkynningar frá þremur búum um alls fjögur lömb undan Viðari sem fæddustu vansköpuð.

Gallinn kemur í ljós hjá arfhreinum afkvæmum

Eyþór segir að bógkreppa sé víkjandi erfðagalli og kemur því einungis fram þegar bæði faðir og móðir bera erfðavísinn arfblendin og skila honum bæði til afkvæmisins sem er þá arfhreint fyrir gallanum og kemur þá vansköpunin í ljós.

Hann segir að þar sem arfblendnir einstaklingar leyni gallanum, þá geti hann verið búinn að dreifast talsvert áður en það uppgötvast að hann sé fyrir hendi í hjörðinni. Einkennin séu meðal annars þau að framfætur eru fremur stuttir, krepptir og snúnir. Lömbin komast því yfirleitt ekki á legg.

Afburðagóður lambafaðir

„Á öllum þessum búum er bógkreppa þekkt og hægt að rekja móðurættina í þekkta bógkreppugjafa. Þá hafa einnig komið fram upplýsingar um fjóra syni Viðars sem gáfu bógkreppu í vor. Þetta er óneitanlega mikið áfall þar sem Viðar hefur verið talin afburðagóður lambafaðir og var mest notaði hrútur sæðingastöðvanna síðastliðna tvo vetur,“ útskýrir Eyþór.

„Í gangi er verkefni sem RML, Matís og Keldur standa saman að þar sem annars vegar slík lömb hafa verið krufin og gallanum lýst og hins vegar er verið að leita að erfðavísinum sem veldur þessu.

Í gegnum þetta verkefni voru send sýni í sumar til Nýja-Sjálands til arfgerðargreiningar. Vonandi mun það skila því að hægt verði í framtíðinni að prófa fyrir þessum galla. Enn er það alls ekki í hendi að það takist. Vonandi skýrist það síðar í haust hvort hægt verði að staðsetja erfðavísinn. Bændur eru því hvattir til þess að fara varlega í að framrækta gripi sem taldir eru að beri slíka erfðagalla, það er í raun leikur að eldi.

Ef menn eiga gripi undan Viðari er því ráðlegt að setja ekki á undan þeim – a.m.k. ekki fyrr en það lánast að finna erfðavísinn sem veldur bógkreppu og hægt verður að prófa fyrir hvort gallinn sé til staðar,“ segir Eyþór enn fremur.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...