Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Austri frá Stóru-Hámundarstöðum, annar tveggja fullorðinna hrúta með
arfgerðina T37. Hann er kominn á sæðingastöð.
Austri frá Stóru-Hámundarstöðum, annar tveggja fullorðinna hrúta með arfgerðina T37. Hann er kominn á sæðingastöð.
Mynd / Snorri Snorrason
Fréttir 20. desember 2022

Ekki enn verið formlega skorið úr um vernd T137

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í Frakklandi hefur á undanförnum vikum verið unnið að rannsóknum á næmi mismunandi arfgerða íslensks sauðfjár fyrir riðusmiti.

Einn tilgangur þeirra er að fá það formlega staðfest að arfgerðin T137, sem fundist hefur í rúmlega 80 gripum á Íslandi, sé verndandi.

Dráttur hefur orðið á því að fá niðurstöður úr verkefninu, en áætlað var að þær fengjust áður en fengitíminn hæfist.

Um svokölluð PMCA-próf (e. protein misfolding cyclic amplification) er að ræða, þar sem líkt er eftir smitferlinu – aflögun príonpróteinsins – í tilraunaglasi og það prófað gagnvart mismunandi arfgerðum.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) er í forsvari fyrir verkefnið, en rannsóknarteymið samanstendur af Karólínu Elísabetardóttur í Hvammshlíð, Stefaníu Þorgeirsdóttur og Vilhjálmi Svanssyni frá Keldnum ásamt Eyþóri Einarssyni frá RML.

Karólína Elísabetardóttir. 
Mynd/HKr.
„Mannariða“ veldur rannsóknarbanni

„Markmið er að fá hér betri vitneskju um næmi mismunandi arfgerða, til dæmis staðfestingu á því að T137 sé einnig fullkomlega verndandi gegn þeirri riðuveiki sem þrífst hér á landi,“ segir Karólína.

„Í stuttu máli er smitferlið þannig að heilabútar kinda með ákveðna arfgerð er blandað saman við heilabúta sýktra kinda, blandan er þá meðhöndluð meðal annars með hljóðbylgjum og ýmsu öðru til að flýta fyrir smitferlinu. Á meðan er skoðað hvort upprunalegi heilbrigði heilinn breytist – og þar með smitast – og ef svo er, hversu hratt það gerist. Því hraðar sem heilinn breytist, því hærra er næmisstigið – því næmari er viðkomandi arfgerðin fyrir riðusmiti,“ segir hún.

Karólína segir að upprunalega hafi verið áætlað að fá lokaniðurstöður úr þessum prófum áður en fengitíminn hæfist. „Aðallega tvær ástæður hafa valdið því að þessu markmiði var ekki náð. Í fyrsta lagi varð rannsóknarbann í Frakklandi eftir að starfsmaður á rannsóknarstofu þar í landi veiktist af Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómnum, sem hefur stundum verið kallaður „mannariða“. Í öðru lagi komu óvænt upp tæknileg vandamál í þessu flókna ferli. PMCA-próf eru einungis gerð á örfáum rannsóknarstofum í heiminum. PMCA-sérfræðingar frá Englandi og Sviss komu núna nýlega inn í hópinn til að aðstoða franska teymið í því að leysa málin sem fyrst.

Vonir standa yfir að hægt verði að fá haldbærar niðurstöður rétt eftir áramótin,“ segir Karólína.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...