Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfðu ekki verið færri í að minnsta kosti þau 40 ár sem tölur mælaborðs landbúnaðarins ná yfir.

Árið 1981 voru 3.258 sauð­fjárbændur í landinu og þeim hafði fjölgað í 3.380 árið 1991. Flestir voru þeir í síðustu fjórum áratugum árið 1994, eða 3.853. Eftir það er stöðug fækkun í þessari atvinnugrein og árið 2001 voru sauðfjárbændur 2.293. Árið 2011 voru þeir orðnir 2.663 og eins og fyrr sagði 2.078 á síðasta ári. Miðað við sláturtölur í haust eru sauðfjárbændur enn að draga saman seglin og einhverjir að hætta.

Mælaborð landbúnaðarins segir sauðfjárbændur reyndar hafa verið 2.156 á árinu 2020, eða fleiri en fram kemur á haustskýrslum fyrir hvert bú. Skýringin kann að vera að í einhverjum tilvikum séu fleiri en einn  skráðir á bú sem njóta stuðningsgreiðslna þótt þeir skili sameiginlegri skýrslu.  

Meðalbúið í dag er með 186 fjár á vetrarfóðrum 

Vetrarfóðruðu sauðfé hefur fækkað hlutfallslega mun meira en bændum frá 1981, eða úr 794.097 fjár í 401.601  árið 2020.  Árið 1981 var meðalfjöldi sauðfjár á hvern bónda 244 gripir.

Árið 1991 var meðal sauðfjárbúið með 144 gripi. Árið 2001 var meðalbúið með 207 fjár. Á árinu 2011 var fjöldi fjár á hvern bónda orðinn 161 og 186 fjár á árinu 2020.  Þróunin í sauðfjárrækt virðist því ekki hafa verið á sama veg og í kúabúskapnum, þar sem búum hefur fækkað mjög en þau sem eftir eru verða mun stærri. Eigi að síður er oft um að ræða gríðarlegan mun á stærð sauðfjárbúa, sem sum hver telja um eða yfir 1.000 fjár. Það þýðir væntanlega að æ fleiri bændur stunda sauðfjárbúskap sem hliðarbúgrein við kúabúskap, eða meðfram verktöku, eða hreinlega sem tómstundabændur.

Rúmlega 66% fjárstofnsins á búum með 400 fjár eða minna

Ef tölur um fjárfjölda eru settar í samhengi við fjölda bænda, þá hefur meðal sauðfjárbúið minnkað talsvert. Hins vegar segir meðaltal af þessum toga harla lítið þar sem stærstu sauðfjárbúin vega hlutfallslega þungt í slíkum útreikningum.

Þegar skoðaður er fjöldi fjár á hverju búi kemur í ljós að 66,2% fjárstofnsins er á búum sem eru með 400 fjár eða færra. Því voru 33,8% fjárins á búum með 500 fjár eða meira.

Samkvæmt haustskýrslum voru 709 sauðfjárbændur á árinu 2020, eða um 34%, með 50 fjár eða minna. Þetta eru þá bændur sem yfirleitt eru kallaðir „hobbí-“ eða tómstundabændur. Þá voru og 268 bændur, eða um 13%, með litlu stærri bú og gætu fallið undir þessa skilgreiningu, eða á bilinu 50 til 100 fjár. Síðan voru 890 bændur (um 43%) með á bilinu 100 til 400 fjár. Það eru því einungis 211 bændur sem eru með 500 fjár eða meira. Þar af  voru 10 sem eru með 1.000 fjár eða meira á fóðrum. Síðan voru 6 bændur með um 900 fjár, 12 voru með 800, 26 bændur voru með 700 og 50 bændur voru með um 500 fjár samkvæmt haustskýrslum. 

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands ...

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu
Fréttir 18. júní 2025

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu

Dýraverndarsamband Íslands hefur kært meint brot á lögum um dýravelferð við blóð...

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins
Fréttir 18. júní 2025

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt ...

Stagað í innviðaskuldina
Fréttir 18. júní 2025

Stagað í innviðaskuldina

Vegagerðin hefur jafnan í nógu að snúast í vegaframkvæmdum um leið og vetri létt...

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...