Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Betri afkoma sauðfjárbúa
Mynd / Manny Moreno
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktinni hefði batnað mjög á árinu 2023 miðað við árið á undan.

Í gögnum Hagstofunnar kemur fram að hagnaður í greininni hefði aukist um 89 prósent á þessum tíma. Tekjurnar jukust á þessum tíma um fimm prósent, eða um 840 milljónir króna. Afkoman batnaði um 505 milljónir króna og munaði þar mest um bættari hag sauðfjárbúa á Norðurlandi eystra sem nam 317 milljónum króna.

Sauðfjárbúum fækkaði um 71

Aukinn fjármagnskostnaður var ein ástæða fyrir lakari afkomu hjá kúabúum á þessu tímabili. Öðru máli gegnir um sauðfjárbúin þar sem minni fjármagnskostnaður var samfara minni skuldsetningu.

Í yfirliti Hagstofunnar kemur fram að áfram heldur búum að fækka í landbúnaði og mest fækkar sauðfjárbúum á þessu tímabili, eða um 71.

Launaliðinn þarf líka að skoða

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) er sjálf með rekstrarverkefni um afkomu sauðfjárbænda og er von á niðurstöðum úr því fljótlega. Hagstofan metur afkomuna út frá ársreikningum og skattframtölum bænda sem berast ríkisskattstjóra.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður sauðfjárdeildar Bændasamtaka Íslands, telur að almennt megi segja að gögn Hagstofunnar rími ágætlega við stöðu sauðfjárbænda þar sem afkoman hafi lagast talsvert á undanförnum árum. Þó þurfi að líta til annarra þátta svo marktækt mat fáist um stöðuna. „Það er vissulega hagnaður, en á móti þarf líka að skoða launaliðinn, hann er ekki hár né í samræmi við margar aðrar stéttir landsins. Af því leiðir að það er einfalt að reikna sér hagnað ef ekki eru reiknuð eðlileg laun fyrir það vinnuframlag sem er unnið,“ segir Eyjólfur.

Skylt efni: sauðfjárrækt

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...