Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vaninhyrndur forystusauður
Mynd / Nautastöðin
Fréttir 11. október 2022

Vaninhyrndur forystusauður

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Jón Gunnþór Þorsteinsson, bóndi á bænum Syðri-Velli í Flóahreppi, á forystusauðina Greifa (t.v.) og Höfða (t.h.). Eins og sjá má eru horn þeirra einstaklega glæsileg, ekki síst á Höfða sem er vaninhyrndur.

„Ég vandi þau að gömlum sið með hertri nautshúð, það virkar mjög vel, ég vildi ekki nota vír. Það strekkist á húðinni þegar hún þornar og þannig verður strekkingin sjálfvirk. Húðin sem ég notaðist við er rúmlega 20 ára gömul og reynist einstaklega vel í svona verkefni. Þetta er toppurinn í bransanum ef gera skal sauð vaninhyrndan,“ segir Jón Gunnþór. Á Syðri-Velli eru um 100 fjár og þar er líka myndarlegt kúabú.

Skylt efni: sauðfjárrækt

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...