Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fuglaflensa staðfest á Íslandi
Fréttir 16. apríl 2022

Fuglaflensa staðfest á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fuglaflensa hefur verið  staðfest í þremur villtum fuglum á landinu sem fundist hafa undarfarna daga.  Um er að ræða  heiðagæs við Hornafjörð, hrafn á Skeiðum í Árnessýslu og súlu rétt við Strandakirkju við Suðurstandaveg. 

Í frétt á heimasíðu mast segir að heimilishænsni á bóndabæ á Skeiðum, þar sem hrafninn fannst, sýnt sjúkdómseinkenni og voru fuglarnir allir aflífaðir í dag. Sýni hafa verið tekin úr hænsnunum og er beðið niðurstöðu rannsóknar. Fuglaflensuveiran sem staðfest hefur verið í villtum fuglum er af gerðinni H5. Meinvirkni veirunnar er ekki þekkt. Beðið er niðurstaðna frekari greiningar frá erlendum rannsóknarstofum.   

Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar um viðbrögð og varnir gegn smitandi sjúkdómum í fuglum hefur verið virkjuð. 

Um fuglaflensu sjá:  https://www.mast.is/is/baendur/lyfja-og-sjukdomaskraning/listi-yfir-sjukdoma-og-meindyr/fuglaflensa

Hænsfugla skyldi halda undir þaki til að draga úr líkum á útbreiðslu veirunnar.  Matvælastofnun brýnir alla alifuglaeigendur til að verja þá fyrir smiti frá villtum fuglum, m.a. halda undir þaki og girða af.  Sjá nánar: https://www.mast.is/is/um-mast/frettir/frettir/varnaradgerdir-gegn-fuglaflensu

Þau afbrigði veirunnar sem nú er mest um í nágrannalöndum okkar (H5N1) hafa ekki valdið sýkingum í fólki.  Ekki er talin hætta á að smit berist í fólk við neyslu eggja eða kjöts af alifuglum.  Líkurnar á smiti frá fuglum í fólk eru því litlar en þó er aldrei hægt að útiloka smit og fólk þarf ávallt að gæta sóttvarna við handfjötlun á veikum og dauðum fuglum.  

Matvælastofnun hvetur almenning til að tilkynna um dauða villta fugla sem finnast á víðavangi ef ekki er augljóst að þeir hafi drepis af slysförum.  Best er að tilkynna í gegnum ábendingarkerfi á heimasíðu Matvælastofnunar (mast.is).  Þörf á sýnatöku verður metin af stofnuninni.

Nánari upplýsingar veitir: Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.

Skylt efni: Mast | fuglaflensa

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...