Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Framleiðsla á nautgripakjöti komin yfir 4.000 tonn
Fréttir 20. maí 2016

Framleiðsla á nautgripakjöti komin yfir 4.000 tonn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt yfirliti frá Búnaðarmálaskrifstofu MAST var framleiðsla á nautgripakjöti rétt rúmlega 4.000 tonn síðast liðna tólf mánuði, maí 2015 til apríl 2016, sem er 16,8% aukning frá árinu á undan.

Á heimasíðu Landsambands kúabænda segir að salan á sama tímabili hafi verið  3.970 tonn, sem er aukning um 15,1% frá fyrra ári.

Framleiðslan afurða skiptist þannig að ungnautakjöt var 2.336 tonn, sem er aukning um 14,3%, kýrkjöt var 1.606 tonn, sem er aukning um 19% frá fyrra ári, ungkálfar voru 47 tonn, sem er aukning um 57% frá árinu áður og alikálfar voru 17 tonn, sem er rúmlega tvöföldun frá síðasta ári.

Fyrstu þrjá mánuði ársins 2016 var innflutningur nautgripakjöts rúmlega 68 tonn, sem er 38% samdráttur frá síðasta ári, þegar innflutningurinn var rúm 111 tonn á fyrsta ársfjórðungi.

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...