Nautakjötsframleiðendur í mjög erfiðri rekstrarstöðu
Verulega kreppir að innlendri nautakjötsframleiðslu, sem virðist sú íslenska búgrein sem býr við einna verstu rekstrarskilyrðin þessi misserin. Þrír rekstrarþættir hafa þar afgerandi áhrif; lágt afurðaverð, hár breytilegur kostnaður og slæm samkeppnisstaða gagnvart innfluttu kjöti.