Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Niðurstaða verkefnisins er í takt við það sem nautgripabændur hafa rætt sín á milli undanfarin misseri. Afurðatekjur af nautaeldi ná ekki einar og sér að standa undir framleiðslukostnaði.
Niðurstaða verkefnisins er í takt við það sem nautgripabændur hafa rætt sín á milli undanfarin misseri. Afurðatekjur af nautaeldi ná ekki einar og sér að standa undir framleiðslukostnaði.
Fréttir 12. ágúst 2021

Verð til neytenda hefur hækkað en lækkað til bænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýleg skýrsla Ráðgjafar­miðstöðvar landbúnaðarins sýnir að rekstur og afkoma í nauta­eldi stóðu ekki undir framleiðslukostnaði á árunum 2017 til 2019.

Margrét Gísladóttir, tengiliður kúabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að skýrslan sýni að á árunum 2017 til 2019 hafi staðan hjá nautakjötsframleiðendum verið orðin slæm. „Í framhaldi af því árið 2020 koma svo í tvígang töluverðar lækkanir á afurðaverði til bænda frá afurðastöðum. Helstu skýringarnar á þeim lækkunum samkvæmt upplýsingum frá afurðastöðvunum eru aukinn innflutningur á nautakjöti á lægra verði og mikil birgðastaða á hakki.“

Vísitala nautakjöts hækkað

Á sama tíma hafi aðföng, svo sem olía og kjarnfóður, hækkað í verði. „Auk þess sem almennar launahækkanir hafi haft áhrif. Laun hafa hækkað hjá afurðastöðvunum eins og öðrum undanfarin ár og það hafði meðal annars áhrif til lækkunar á verði til bænda. Lægra verð til bænda hefur þó ekki skilað sér til neytenda heldur þvert á móti hefur vísitala nautakjöts hækkað um tæp 4% frá ársbyrjun 2020. Verð á nautakjöti hefur því farið hækkandi til neytenda á sama tíma og bændur eru að fá lægra verð fyrir afurðirnar. 

Afleiðingar tollasamningsins við ESB 

Margrét minnir á að forsvarsmenn bænda hafi ítrekað bent á alvarleg áhrif tollasamningsins við ESB á íslenska nautakjöts- og landbúnaðarframleiðslu, enda fól samningurinn í sér tæplega sjöföldun á tollkvótum fyrir innflutt nautakjöt. Aukningin var hröð og lokaskrefið var svo tekið um síðustu áramót.

Aukinn innflutningur 

Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Landssambands kúabænda, segir í grein í Bændablaðinu í dag að fyrir „10 árum voru 96% alls nautakjöts sem við borðum íslenskt og 4% innflutt en á síðasta ári var það íslenska komið í 80% og innflutta í 20%. Þessi þróun fer augljóslega ekki saman við stefnu um aukið hlutfall innlendrar framleiðslu af neyslu landsmanna.“

Hún segir einnig að vart þurfi að „skýra að með auknum innflutningi erum við ekki að draga úr flutningi með matvæli heimshorna á milli eða kolefnislosun. Til viðbótar ber að nefna að nýlega var sýnt fram á að íslenskt nautakjöt hefur allt að helmingi lægra kolefnisspor en erlent.“

Íslenskt gæðanaut

Í framhaldi af skýrslunni hafa Landssamband kúabænda og Bændasamtök Íslands unnið að greiningu hennar og verkefnum sem tengjast því að auka sölu á íslensku nautakjöti. Sambandið hefur frá því um mitt ár lagt þunga áherslu á aukna gagnaöflun og stöðugreiningar á nautakjötsmarkaðnum ásamt beinum átaksverkefnum. Meðal þess er nýja vörumerkið Íslenskt gæðanaut, sem leit dagsins ljós fyrr í sumar og er ætlað að auka sýnileika íslensks uppruna kjötsins.

Verkefnið var unnið veturinn 2020–2021 á grunni gagna frá 20 búum. /VH

Sjá nánar á blaðsíðum 2 og 39 í nýju Bændablaði.

Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.