Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eigendur Akurs organic. Benedikt Líndal Jóhannsson, Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir, Brynja Reynisdóttir og Jóhannes Ingi Árnason.
Eigendur Akurs organic. Benedikt Líndal Jóhannsson, Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir, Brynja Reynisdóttir og Jóhannes Ingi Árnason.
Mynd / Akur organic
Líf og starf 25. nóvember 2022

Uppskera 65 tonn af lífrænum gulrótum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Margir unnendur lífrænt vottaðra gulróta kannast við Akursels­gulrætur, frá Akurseli í Öxarfirði.

Í byrjun þessa árs keypti Akur organic, sem er nýtt garðyrkjufyrirtæki í lífrænt vottaðri ræktun, allan rekstur Akursels og hefur á undanförnum vikum verið að uppskera og selja sína fyrstu uppskeru undir sínum merkjum – alls um 65 tonn af gulrótum og fjögur tonn af rófum.

Eigendur Akurs organic eru tvenn hjón; Brynja Reynisdóttir og Jóhannes Ingi Árnason á Hallgilsstöðum 2 í Þistilfirði og Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir og Benedikt Líndal Jóhannsson á Brúarlandi 2 í Langanesbyggð.

Gulræturnar eru aðallega teknar upp með upptökuvél, en vegna mikillar bleytu þurfti í haust að handtína hluta af uppskerunni.
Sólardagar í haust björguðu uppskerunni

Að sögn Ólínu var sumarið á Norðausturlandinu mjög kalt og útlit fyrir uppskerubrest í lok ágúst en svo komu sólardagar í september sem björguðu uppskerunni alveg.

Hún segir að sjálfsögðu engin eiturefni notuð við ræktunina og allt illgresi sé fjarlægt með höndum tvisvar á hverju sumri og því ljóst að að baki því verki liggi mörg handtökin. Þá þurfi að taka dúkana af beðunum og setja svo aftur yfir. Einnig þurfi að passa akrana fyrir ágangi gæsa, þær hafi einu sinni komist í gulrótaakurinn og náðu að valda þó nokkru tjóni.

Lífrænn áburður frá Ísfélagi Vestmannaeyja

Ísfélag Vestmannaeyja framleiðir allan lífrænan áburð fyrir Akur organic, í formi loðnumjöls síðasta vor, og því kolefnissporið í lágmarki enda ekki nema tæplega 20 kílómetra flutningsleið frá framleiðanda á Þórshöfn og út á akrana.

Ólína segir að þrír akrar séu í notkun hjá þeim í dag, einn fyrir lífræna rótargrænmetið og svo tveir aðrir sem eru að hvíla, en þar verði lífrænu hveiti sáð.

Akur organic, sem er nýtt garðyrkjufyrirtæki í lífrænt vottaðri ræktun, skar upp um 65 tonn af gulrótum og fjögur tonn af rófum í haust.
Bæði hjón eru sauðfjárbændur

Að sögn Ólínu reka þau Brynja og Jóhannes Ingi sauðfjárbú á Hallgilsstöðum.
„Brynja var áður starfandi ritari hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands í rúm 20 ár, fyrst á Raufarhöfn sem ritari og umsjónarmaður apóteks og svo á Þórshöfn sem ritari en einbeitir sér nú að rekstri Akurs Organic ehf.

Benedikt er reynslumikill í rekstri fyrirtækja, hefur rekið og starfað á Ökumælum ehf. í Reykjavík frá árinu 1999 og gerir enn ásamt því að reka hestaflutningafyrirtæki um margra ára skeið. „Við hjónin rekum skólabíla, sumarhús í útleigu ásamt sauðfjárbúi, en erum smátt og smátt að fækka fénu,“ segir Ólína en hún er menntuð á sviði viðskipta og segir að það komi sér vel í rekstrinum og markaðssetningunni.

Dyrhólagulrætur breyttust í Akurselsgulrætur

Akur organic keypti sem fyrr segir allan rekstur Akursels ehf. í upphafi ársins 2022 af þeim hjónum Sigurbjörgu Jónsdóttur og Stefáni Gunnarssyni.

En Akursel ehf. er rótgróið fyrirtæki sem hóf starfsemi árið 1980 sem Dyrhólagulrætur. Árið 1995 breyttist nafnið í Akurselsgulrætur, þegar félagið fékk lífræna vottun. Að sögn Ólínu starfaði Jóhannes Ingi, hjá Dyrhólagulrótum fyrir fjölmörgum árum og þekkti því aðeins til starfseminnar.

Hún segir að hjónin Sigurbjörg og Stefán séu með reynslumestu ræktendum landsins í lífrænni ræktun. Sigurbjörg hafi verið þeim til halds og trausts á fyrsta rekstrarárinu og leiðbeint þeim eftir þörfum.

Vel melduð slemma
Líf og starf 5. nóvember 2025

Vel melduð slemma

Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í...

Landslið Íslands að tafli í Georgíu
Líf og starf 5. nóvember 2025

Landslið Íslands að tafli í Georgíu

Þegar þessi pistill er skrifaður er Evrópumót landsliða í fullum gangi. Gengi ís...

Merkjalýsing krefst réttinda
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í árs...

Ziggy Stardust
Líf og starf 4. nóvember 2025

Ziggy Stardust

Sagan segir að á Ziggy Stardust tímabilinu hafi David Bowie lifað á kókaíni, rau...

Kærkomið ljóðasafn
Líf og starf 31. október 2025

Kærkomið ljóðasafn

Útgáfusaga Guðrúnar Hannesdóttur ljóðskálds er merkileg. Fyrsta bók hennar kom ú...

Í fögrum dal
Líf og starf 30. október 2025

Í fögrum dal

Í Stafafellsfjöllum inn af Lóni í Austur-Skaftafellssýslu er Víðidalur. Þar hefu...

Jeppar í lífi þjóðar
Líf og starf 29. október 2025

Jeppar í lífi þjóðar

Út er komin bókin Jeppar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson. Þar bregður hann li...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 27. október 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn fær innblástur frá hinum ótrúlegustu stöðum og leiðist áfram af ster...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f