Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Föngulegur hópur nemenda í blómaskreytingum.
Föngulegur hópur nemenda í blómaskreytingum.
Mynd / Garðyrkjuskólinn á Reykjum
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á dögunum.

Heidi Mikkonen blómahönnuður.

Sænski blómaskreytirinn og blómahönnuðurinn Heidi Mikkonen kom til Íslands dagana 8.–13 apríl sl. og var með tvö námskeið á Reykjum. Annað þeirra var ætlað nemendum blómaskreytingabrautar Garðyrkjuskólans og hitt fyrir fagfólk í blómaskreytingum.

Heidi vinnur mikið með efni úr náttúrunni og nærumhverfi og leggur áherslu á að skreytingar séu umhverfisvænar og með lágt kolefnisspor. Þær Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, námsbrautarstjóri blómaskreytingabrautar og Valgerður Jóndís Guðjónsdóttir blómaskreytingakennari, af kunnugum kallaðar Blómdís og Jóndís, voru Heidi til aðstoðar.

„Heidi var sérlega ánægð með það úrval sem íslenskir blómabændur rækta í gróðurhúsum sínum og ekki spillti gleðinni hjá henni þegar blómabændurnir Axel Sæland og Heiða Pálrún Leifsdóttir á Espiflöt litu inn til að forvitnast um það hvernig verið væri að vinna með blómin sem þau framleiða.

Þátttakendur á námskeiðunum nýttu sér útisvæði Garðyrkjuskólans í efnisöflun og nálguðust þar greinar og sinu sem fengu ný hlutverk í blómaskreytingunum. Að auki nýttist vel efniviður úr Bananahúsinu og voru visin laufblöð einna vinsælust í skreytingarnar. Það er mikil innspýting fyrir blómaskreytingafagið að fá erlenda kennara til landsins með ferska strauma og hugmyndir sem kveikja á ímyndunaraflinu og efla og styrkja fagið“, segir í tilkynningu sem barst frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum.

Gullfallegur afrakstur námskeiða í blómaskreytingum.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 13. janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn stígur gætilega til jarðar þessi fyrstu skref ársins, uppfullur forv...

Stiklað á stóru
Líf og starf 9. janúar 2025

Stiklað á stóru

Bændablaðið kom tuttugu og þrisvar sinnum út árið 2024. Hér eru endurbirtar sjö ...

Álft
Líf og starf 8. janúar 2025

Álft

Álft er stærsti fuglinn okkar. Fullorðin álft getur orðið 10 kg og vænghafið 2,2...

„... Heimsins þagna harmakvein ...“
Líf og starf 7. janúar 2025

„... Heimsins þagna harmakvein ...“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Jóhannesi úr Kötlum.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...