Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Stöðug fækkun lifandi nauta hefur verið á undanförnum árum.
Stöðug fækkun lifandi nauta hefur verið á undanförnum árum.
Mynd / Sigurður Már Harðarson
Af vettvangi Bændasamtakana 29. september 2025

Hefur hækkað verð á nautakjöti skilað sér til bænda?

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir

Samkvæmt gögnum Hagstofunnar hefur verð á nautakjöti hækkað langt umfram vísitölu neysluverðs. En hefur þessi verðhækkun skilað sér í afurðaverði til bænda?

Ef horft er til verðþróunar síðustu sex ára eða tímabilsins frá júlí 2019 til júlí 2025 má sjá að vísitala nautakjöts hefur hækkað um 63,7% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 40,5% og vísitala fyrir mat og drykk hefur hækkað um 44,6%. Frá miðju ári 2019 og fram á mitt ár 2022 voru verðhækkanir á nautakjöti minni en þróun verðlags almennt. En síðan má greina hækkanir á nautakjöti á árinu 2022 og eins í upphafi ársins 2025 sem eru langt umfram vísitölu neysluverðs.

 Heimild: Hagstofa Íslands

Það er því eðlilegt að spyrja hvort að afurðaverð til nautakjötsbænda hafi hækkað að sama skapi.

Bændasamtökin / Landsamband kúabænda hefur tekið saman þróun á meðalafurðaverði nautakjöts út frá þeim verðskrám sem gilda hjá sláturleyfishöfum. Það er því nærtækt að bera þau verð saman við verð á nautakjöti til neytenda eða úr búð.

Á heimasíðu Neytandans www.neytandinn.is er safnað gögnum um verðlag á dagvöru úr búð á Íslandi. Þannig má m.a. nálgast þróun að verðlagi fyrir ýmsar afurðir á kjöti svo sem nautahakki og nauta Ribeye.

Þá sjáum við að kílóverð á nauta Ribeye úr búð var 7.384 kr. í júlí 2025 á meðan afurðaverð til bænda var 1.081 kr. fyrir hvert kíló að meðaltali. Í júlí 2019 var meðalafurðaverð á nautakjöti til bænda 704 kr. fyrir hvert kíló en á sama tíma var kílóverð á nauta Ribeye úr búð 4.595 kr.

Þetta samsvarar að meðalafurðaverð á nautakjöti til bænda hækkaði um 377 kr. fyrir hvert kíló eða 53,5% frá júlí 2019 til júlí 2025 á meðan kílóverð á nauta Ribeye úr búð hækkaði um 2.789 kr. eða 60,7%.

Heimild: Bændasamtök Íslands og neytandinn.is

Ef við skoðum svo verðbreytingar á nautahakki yfir þetta sex ára tímabil, þá kostaði kílóverð á nautahakki 3.278 kr. úr búð í júlí 2025 og hafði hækkað um 64,2% eða 1.282 kr. frá júlí 2019 þegar verðið var 1.996 kr. fyrir hvert kíló.

Það er því ekki að ástæðulausu sem að nautgripabændur telja verulega á sig hallað hvað varðar afkomu og starfsöryggi í greininni. Þá hefur stöðugt lakari tollvernd leitt til þess að hlutfall innflutts nautakjöts af heildarneyslu hefur aukist enn frekar. Þannig jókst innflutningur á nautakjöti fyrstu sjö mánuði ársins 2025 um 30% miðað við fyrstu sjö mánuði árið áður en þá hafði verið flutt inn ríflega eitt tonn af nautakjöti það sem af var árinu 2025, að mestu leyti úrbeinað kjöt. Til samanburðar þá var flutt inn tæplega 1,4 tonn af nautakjöti fyrir allt árið 2024.

Hafa þarf í huga að framleiðsluferill á nautakjöti er langur og því mikilvægt að skapa eðlilegan hvata fyrir nautgripabændur til að stunda búskap. Gildir það bæði um hlutdeild bænda af smásöluverði á kjöti sem og stuðning stjórnvalda við greinina. Bændur þurfa að hafa ákveðinn fyrirsjáanleika í sínum rekstri og geta meðal annars sinnt nauðsynlegri endurnýjun fjárfestinga. Það ætti því að vera ákveðið áhyggjuefni að frá fyrrihluta árs 2017 til fyrrihluta árs 2025 hefur íslenskum nautgripum fækkað um 12% eða 2700 gripi, þrátt fyrir að íbúafjöldi á Íslandi hefur aukist á sama tíma sem og fjölgun ferðamanna sem eru í mat.

Skylt efni: hagtölur | verðlag | nautakjöt

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...