Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lækkun vegna verri afkomu í sölu og vinnslu nautakjöts
Mynd / BBL
Fréttir 18. júní 2018

Lækkun vegna verri afkomu í sölu og vinnslu nautakjöts

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ný verðskrá samkvæmt EUROP mati hefur verið birt á vef Norðlenska. Um er að ræða verulega breytingu á uppbyggingu verðskrár frá því sem var enda hefur fjöldi matsflokka aukist mjög.
 
Sú verðskrá sem nú fellur úr gildi var gefin út seint í apríl í fyrra.
 
Harðnandi samkeppni við innflutt kjöt
 
Frá því að síðasta verðskrá var sett fram hafa ýmsar breytingar orðið á markaði fyrir nautakjöt en samkeppni hefur harðnað umtalsvert á þessu rúma ári, ekki síst samkeppni við innflutt kjöt. Afleiðingin hefur verið sú að afkoma af sölu og vinnslu nautakjöts hefur verið að falla á tímabilinu og ekki hefur tekist að koma kostnaðarhækkunum út í afurðaverð í þeim mæli sem þyrfti til að geta viðhaldið verði til bænda.  
 
Hin nýja verðskrá felur því í sér lækkun á meðalverði til innleggjenda, en vegna hins nýja mats þá er það breytilegt milli bænda, eftir mati innleggs, hveru mikil lækkunin er. 
Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...