Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lækkun vegna verri afkomu í sölu og vinnslu nautakjöts
Mynd / BBL
Fréttir 18. júní 2018

Lækkun vegna verri afkomu í sölu og vinnslu nautakjöts

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ný verðskrá samkvæmt EUROP mati hefur verið birt á vef Norðlenska. Um er að ræða verulega breytingu á uppbyggingu verðskrár frá því sem var enda hefur fjöldi matsflokka aukist mjög.
 
Sú verðskrá sem nú fellur úr gildi var gefin út seint í apríl í fyrra.
 
Harðnandi samkeppni við innflutt kjöt
 
Frá því að síðasta verðskrá var sett fram hafa ýmsar breytingar orðið á markaði fyrir nautakjöt en samkeppni hefur harðnað umtalsvert á þessu rúma ári, ekki síst samkeppni við innflutt kjöt. Afleiðingin hefur verið sú að afkoma af sölu og vinnslu nautakjöts hefur verið að falla á tímabilinu og ekki hefur tekist að koma kostnaðarhækkunum út í afurðaverð í þeim mæli sem þyrfti til að geta viðhaldið verði til bænda.  
 
Hin nýja verðskrá felur því í sér lækkun á meðalverði til innleggjenda, en vegna hins nýja mats þá er það breytilegt milli bænda, eftir mati innleggs, hveru mikil lækkunin er. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...