Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lækkun vegna verri afkomu í sölu og vinnslu nautakjöts
Mynd / BBL
Fréttir 18. júní 2018

Lækkun vegna verri afkomu í sölu og vinnslu nautakjöts

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ný verðskrá samkvæmt EUROP mati hefur verið birt á vef Norðlenska. Um er að ræða verulega breytingu á uppbyggingu verðskrár frá því sem var enda hefur fjöldi matsflokka aukist mjög.
 
Sú verðskrá sem nú fellur úr gildi var gefin út seint í apríl í fyrra.
 
Harðnandi samkeppni við innflutt kjöt
 
Frá því að síðasta verðskrá var sett fram hafa ýmsar breytingar orðið á markaði fyrir nautakjöt en samkeppni hefur harðnað umtalsvert á þessu rúma ári, ekki síst samkeppni við innflutt kjöt. Afleiðingin hefur verið sú að afkoma af sölu og vinnslu nautakjöts hefur verið að falla á tímabilinu og ekki hefur tekist að koma kostnaðarhækkunum út í afurðaverð í þeim mæli sem þyrfti til að geta viðhaldið verði til bænda.  
 
Hin nýja verðskrá felur því í sér lækkun á meðalverði til innleggjenda, en vegna hins nýja mats þá er það breytilegt milli bænda, eftir mati innleggs, hveru mikil lækkunin er. 
Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...