Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslenskar holdakýr af erlendum stofni í haga.
Íslenskar holdakýr af erlendum stofni í haga.
Mynd / HKr.
Fréttir 28. janúar 2022

Þörf á verulegu átaki ef framleiðsla nautakjöts með holdakúm á að verða arðbær hérlendis

Höfundur: Hörður Kristjánsson

„Ef framleiðsla nautakjöts með holdakúm á að verða arðbær hérlendis verður að gera verulegt átak varðandi frjósemi og notkun sæðinga. Bil milli burða er alltof langt en grundvallarforsenda þess að þessi grein geti náð meiri arðsemi hlýtur að vera sú að hver kýr skili sem næst einum lifandi kálfi á hverju ári.” Þetta segja ráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins m.a. í niðurstöðum skýrsluhaldsársins 2021.

Þá kemur einnig fram að ónýttir séu möguleikar til þess að auka vaxtarhraða og kjötgæði með meiri og markvissari notkun sæðinga.

Alls voru 3.161 kýr á 122 búum á síðasta ári

Skýrsluhald nautakjötsframleiðsl­unnar árið 2021 nær til 122 búa, en þeim hefur fjölgað um tíu milli ára. Kýr á þessum búum voru við uppgjör ársins 3.161 talsins, sem er fjölgun um 310 frá árinu áður. Holdakýr af erlendu kyni eru á 91 búi af þessum 122 og fjölgaði búum sem voru með holdakýr af erlendu kyni um tólf á milli ára.
Meðalkúafjöldi á búi var 25,9 samanborið við 25,5 árið áður og reiknast þessar kýr yfir í 23,7 árskýr á bú en voru 21,7 árið 2020.

Samdráttur í burði á milli ára

Alls hafa verið skráðir 2.569 burðir á þessum búum á árinu 2021, sem jafngildir 0,81 burði á kú. Þetta er fjölgun um 189 burði og samdráttur um 0,02 burði á kú milli ára.

Kjötframleiðsla jókst um 76 tonn á milli ára

Heildarframleiðsla ársins á þessum 122 búum nam um 684 tonnum, sem er aukning um 76 tonn milli ára. Þetta þýðir að þau framleiða nálægt 14% alls nautgripakjöts í landinu.

Meðalkjötframleiðsla á bú var um 5,6 tonn

Meðalframleiðsla á bú var 5.607 kg en heildarfjöldi slátraðra gripa var 2.639. Sambærilegar tölur frá fyrra ári eru 5.432 kg og 2.395 gripir.

Meðalfallþungi kúa frá þessum búum var 216,5 kg, en hann reyndist 211,5 kg árið áður og meðalþungi ungneyta var 267,6 kg en þau vógu til jafnaðar 262,0 kg 2020.

Til jafnaðar var þeim fargað 739,1 dags gömlum, eða 4,3 dögum eldri að meðaltali en á árinu 2020. Það jafngildir vexti upp á 347,6 g/dag, þegar reiknað er út frá fallþunga, en sambærileg tala frá fyrra ári var 340,1 g/dag. Til samanburðar var slátrað á árinu 2021 samtals 9.556 ungneytum á landinu öllu en þau voru 9.051 á árinu 2020.

Ungneytin vógu 255,6 kg að meðaltali á síðasta ári á móti 250,3 kg árið áður. Þá var þeim slátrað að meðaltali við 750,6 daga aldur en 745,3 daga aldur árið áður.

Þyngsta ungneytið vó 537,4 kg

Þyngsta ungneytið sem slátrað var á árinu var naut nr. 1281 á Breiðabóli á Svalbarðsströnd. Þessi gripur var holdablendingur, 50% Angus og 50% íslenskur, undan Arði 95402 og vó 537,4 kg er honum var slátrað við 29,1 mánaðar aldur.

Á þessum sérhæfðu búum sem yfirlitið nær til nást því gripirnir heldur þyngri við lægri aldur að jafnaði. Heilt yfir eru ungneyti þyngri en árið áður enda alin heldur lengur, að því er fram kemur í skýrslum RML.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...