Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Forsíða bæklings um nýtt nautakjötsmat.
Forsíða bæklings um nýtt nautakjötsmat.
Fréttir 25. ágúst 2017

Nýtt kjötmatskerfi fyrir nautgripakjöt

Höfundur: smh
Nýtt kjötmatskerfi fyrir nautgripakjöt tók gildi í júlí síðastliðnum og er það veruleg frábrugðið því kerfi sem hefur verið í gildi í allmörg ár.  Með nýju kjötmatskerfi verður holdfyllingarflokkunin mun ítarlegri og mun því gagnast þeim bændum sem skila inn betri gripum til slátrunar.
 
Óli Þór Hilmarsson, starfsmaður Matís, hafði umsjón með gerð fræðslubæklings um nýja kerfið sem heitir EUROP-nautakjötsmat. Hann segir að nýja kerfið sé í megindráttum sambærilegt við kjötmat kinda, en þó með ítarlegri sundurgreiningu þar sem „+“ og „–“ eru við hvern matsflokk. Í kindakjötinu eru holdfyllingarflokkarnir E, U, R, O og P en í nautgripamatinu verða þeir P-, P, P+,  O-, O, O+ og svo framvegis. Í kindakjötsmatinu hefur aðeins einn undirflokkur verið notaður en það er fituflokkurinn 3+. Sem sagt mun ítarlegri flokkun í þeim flokkum sem nýtast í nautgripamatinu. Ástæðan er sú að minna hefur verið um ræktun nautakjöts til kjötframleiðslu en í kindakjötinu. Segja má að ræktun kindakjöts sé alfarið kjötframleiðsla, en mestmegnis mjólkurframleiðsla í nautgriparæktuninni og því flokkast þeir gripir mun neðar á EUROP matsskalanum. Til að fá góða sundurgreiningu flokka þá er matskerfið nýtt eins og kostur er,“ segir Óli Þór.
 
Gagnast best þeim sem skila inn betri gripum til slátrunar
 
Nýja kjötmatskerfið er unnið í samvinnu Matís og Matvælastofnunar. Einar Kári Magnússon, fagsviðsstjóri kjötmats hjá Matvælastofnun, segir að málið hafi haft talsverðan aðdraganda en sé nú loksins komið til framkvæmda. „Í skýrslu starfshóps um eflingu nautakjötsframleiðslu, sem skilað var til ráðherra atvinnuvega og nýsköpunar sumarið 2013, var mælt með upptöku á EUROP mati. Í framhaldinu fól atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið MAST að gera áætlun um innleiðingu á kerfinu ásamt samráðshópi hagsmunaaðila.
 
Annmarkar eldra íslenska kjötmatsins eru helst hvað holdfyllingarflokkar eru fáir og lítil sundurgreining á efri enda skalans í holdfyllingu. Þar af leiðandi er mikill breytileiki í holdfyllingu innan hvers flokks. Um 85 prósent af öllum ungneytum fara í sama holdfyllingarflokk (UNI) samkvæmt eldra mati. Norðmenn hafa notast við kerfið í um 20 ár og hefur ábatinn af kerfisbreytingunum þar verið umtalsverður, mjög mikill hjá holdanautabændum en einnig hefur flokkun nautgripakjöts almennt batnað. 
 
Það má því segja að kerfið gagnist þeim helst sem skila betri gripunum til slátrunar. Vonir standa líka til þess að þetta hvetji menn almennt til að skila inn betri gripum til slátrunar. Þá eru einnig bundnar vonir við að kerfið geti verið grunnur að eflingu holdanautaræktunar á landinu – þar sem kjötmatsupplýsingarnar verði nýttar í ræktunarstarfi,“ segir Einar Kári. 
 
Nýja kjötmatsbæklinginn má nálgast í gegnum vef Landsambands kúabænda, naut.is. 
 
Lýsing á holdfyllingarflokki R og sýnishorn úr R- flokknum.
 
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...