Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Höfundur: smh

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. Í bæklingnum er farið yfir allt framleiðsluferli nautakjöts á Íslandi og leið­beiningar um hvernig hámarka megi gæðin á öllum stigum.

Leiðbeiningarnar eru unnar af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landssambandi kúabænda ásamt fagaðilum úr Hótel- og veitingaskólanum – og byggja á rannsóknum undanfarinna ára. Vörumerkið Íslenskt gæðakjöt er í eigu íslenskra kúabænda.

Upplýsingar um mat á holdfyllingu.

Efni safnað víðs vegar að
Höskuldur Sæmundsson, sér­fræðingur á markaðs­sviði Bænda­samtaka Íslands.

Höskuldur Sæmundsson, sem starfar nú sem sérfræðingur á markaðssviði nýrra Bændasamtaka Íslands, tók til starfa hjá Landssambandi kúabænda fyrir rúmum tveimur árum. „Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir var að það vantaði einmitt svona rit, því ég hafði þá séð nýútkominn bækling frá Matís og Landssambandi sauðfjárbænda um framleiðslu lambakjöts og spurðist fyrir um það hvort svipaðar upp­lýsingar væru fáanlegar fyrir nautakjöt. Það reyndist ekki vera og þannig fór boltinn að rúlla,“ segir Höskuldur.

Forsíðan.

„Sótt var um styrk í Framleiðni­sjóð land­búnaðarins til verksins og fékkst styrkur til að búa til þennan bækling sem loksins leit dagsins ljós núna á haust­mánuðum. Við söfnuðum efni víðs vegar að og létum skrifa fyrir okkur nýtt efni líka, en í bæklingnum má finna yfirlit yfir allt ferlið við framleiðslu á gæðakjötvöru,“ segir Höskuldur enn fremur.

Þeir sem vilja nálgast bæklinginn geta haft samband við Höskuld í gegnum netfangið hoskuldur@bondi.is en hann er einnig aðgengilegur á vefnum naut.is.

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...