Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Höfundur: smh

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. Í bæklingnum er farið yfir allt framleiðsluferli nautakjöts á Íslandi og leið­beiningar um hvernig hámarka megi gæðin á öllum stigum.

Leiðbeiningarnar eru unnar af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landssambandi kúabænda ásamt fagaðilum úr Hótel- og veitingaskólanum – og byggja á rannsóknum undanfarinna ára. Vörumerkið Íslenskt gæðakjöt er í eigu íslenskra kúabænda.

Upplýsingar um mat á holdfyllingu.

Efni safnað víðs vegar að
Höskuldur Sæmundsson, sér­fræðingur á markaðs­sviði Bænda­samtaka Íslands.

Höskuldur Sæmundsson, sem starfar nú sem sérfræðingur á markaðssviði nýrra Bændasamtaka Íslands, tók til starfa hjá Landssambandi kúabænda fyrir rúmum tveimur árum. „Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir var að það vantaði einmitt svona rit, því ég hafði þá séð nýútkominn bækling frá Matís og Landssambandi sauðfjárbænda um framleiðslu lambakjöts og spurðist fyrir um það hvort svipaðar upp­lýsingar væru fáanlegar fyrir nautakjöt. Það reyndist ekki vera og þannig fór boltinn að rúlla,“ segir Höskuldur.

Forsíðan.

„Sótt var um styrk í Framleiðni­sjóð land­búnaðarins til verksins og fékkst styrkur til að búa til þennan bækling sem loksins leit dagsins ljós núna á haust­mánuðum. Við söfnuðum efni víðs vegar að og létum skrifa fyrir okkur nýtt efni líka, en í bæklingnum má finna yfirlit yfir allt ferlið við framleiðslu á gæðakjötvöru,“ segir Höskuldur enn fremur.

Þeir sem vilja nálgast bæklinginn geta haft samband við Höskuld í gegnum netfangið hoskuldur@bondi.is en hann er einnig aðgengilegur á vefnum naut.is.

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...