Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þriðjungur af seldu nautakjöti á Íslandi er innflutt
Mynd / HKr.
Fréttir 11. febrúar 2016

Þriðjungur af seldu nautakjöti á Íslandi er innflutt

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Innflutningur á kjöti til Íslands nam 2.524 tonnum á árinu 2015 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Umreiknað í heila skrokka samsvaraði þetta 4.434 tonnum eða 15% af heildarkjötsölunni á Íslandi í fyrra.
 
 
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands og Matvælastofnunar var um þriðjungur af allri nautakjötssölunni á Íslandi 2015 innfluttur, eða 32,5%. Heildarsalan á nautakjöti nam 5.350 tonnum og þar af var innlent kjöt 3.610 tonn. Innflutt nautakjöt, umreiknað í heila skrokka nam 1.740 tonnum, en nettó 1.044 tonn. 
 
Umreikningur á innflutningi í heila skrokka er til að gera tölur um innflutning samanburðarhæfar við innlendar sölutölur sem gefnar eru upp í heilum skrokkum. Innflutt kjöt er hins vegar yfirleitt úrbeinað, ýmsir hreinir vöðvar, alifuglabringur, hráefni í hakk eða beikon. Ef meta á innflutning til jafns við innlenda framleiðslu og á sömu forsendum, verður því að umreikna innflutninginn eins og um heila skrokka sé að ræða. Reiknað er með 60% nýtingarhlutfalli.
 
Um 17% alifuglakjöts innflutt og 23% svínakjöts
 
Með sömu aðferð er hlutfall innflutts alifuglakjöts 17,1% af heildarsölu alifuglakjöts á Íslandi í fyrra sem nam alls  9.898 tonnum. Nettóinnflutningur var 1.018 tonn sem umreiknast í 1.697 tonn miðað við kjöt með beini. 
 
Þá voru 12,8% af svínakjötinu innflutt, en heildarsalan samkvæmt umreiknuðum tölum nam 7.296 tonnum. Þar var nettó innflutningurinn 559 tonn sem umreiknast í 932 tonn. Ótalinn er þá innflutningur á söltuðu og reyktu kjöti og unnum kjötvörum en svínakjöt er mikilvægt hráefni í þessum afurðum. 
Ekkert var flutt inn af kindakjöti í fyrra og ekki heldur af hrossakjöti. 
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...