Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þriðjungur af seldu nautakjöti á Íslandi er innflutt
Mynd / HKr.
Fréttir 11. febrúar 2016

Þriðjungur af seldu nautakjöti á Íslandi er innflutt

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Innflutningur á kjöti til Íslands nam 2.524 tonnum á árinu 2015 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Umreiknað í heila skrokka samsvaraði þetta 4.434 tonnum eða 15% af heildarkjötsölunni á Íslandi í fyrra.
 
 
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands og Matvælastofnunar var um þriðjungur af allri nautakjötssölunni á Íslandi 2015 innfluttur, eða 32,5%. Heildarsalan á nautakjöti nam 5.350 tonnum og þar af var innlent kjöt 3.610 tonn. Innflutt nautakjöt, umreiknað í heila skrokka nam 1.740 tonnum, en nettó 1.044 tonn. 
 
Umreikningur á innflutningi í heila skrokka er til að gera tölur um innflutning samanburðarhæfar við innlendar sölutölur sem gefnar eru upp í heilum skrokkum. Innflutt kjöt er hins vegar yfirleitt úrbeinað, ýmsir hreinir vöðvar, alifuglabringur, hráefni í hakk eða beikon. Ef meta á innflutning til jafns við innlenda framleiðslu og á sömu forsendum, verður því að umreikna innflutninginn eins og um heila skrokka sé að ræða. Reiknað er með 60% nýtingarhlutfalli.
 
Um 17% alifuglakjöts innflutt og 23% svínakjöts
 
Með sömu aðferð er hlutfall innflutts alifuglakjöts 17,1% af heildarsölu alifuglakjöts á Íslandi í fyrra sem nam alls  9.898 tonnum. Nettóinnflutningur var 1.018 tonn sem umreiknast í 1.697 tonn miðað við kjöt með beini. 
 
Þá voru 12,8% af svínakjötinu innflutt, en heildarsalan samkvæmt umreiknuðum tölum nam 7.296 tonnum. Þar var nettó innflutningurinn 559 tonn sem umreiknast í 932 tonn. Ótalinn er þá innflutningur á söltuðu og reyktu kjöti og unnum kjötvörum en svínakjöt er mikilvægt hráefni í þessum afurðum. 
Ekkert var flutt inn af kindakjöti í fyrra og ekki heldur af hrossakjöti. 
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...