Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þriðjungur af seldu nautakjöti á Íslandi er innflutt
Mynd / HKr.
Fréttir 11. febrúar 2016

Þriðjungur af seldu nautakjöti á Íslandi er innflutt

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Innflutningur á kjöti til Íslands nam 2.524 tonnum á árinu 2015 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Umreiknað í heila skrokka samsvaraði þetta 4.434 tonnum eða 15% af heildarkjötsölunni á Íslandi í fyrra.
 
 
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands og Matvælastofnunar var um þriðjungur af allri nautakjötssölunni á Íslandi 2015 innfluttur, eða 32,5%. Heildarsalan á nautakjöti nam 5.350 tonnum og þar af var innlent kjöt 3.610 tonn. Innflutt nautakjöt, umreiknað í heila skrokka nam 1.740 tonnum, en nettó 1.044 tonn. 
 
Umreikningur á innflutningi í heila skrokka er til að gera tölur um innflutning samanburðarhæfar við innlendar sölutölur sem gefnar eru upp í heilum skrokkum. Innflutt kjöt er hins vegar yfirleitt úrbeinað, ýmsir hreinir vöðvar, alifuglabringur, hráefni í hakk eða beikon. Ef meta á innflutning til jafns við innlenda framleiðslu og á sömu forsendum, verður því að umreikna innflutninginn eins og um heila skrokka sé að ræða. Reiknað er með 60% nýtingarhlutfalli.
 
Um 17% alifuglakjöts innflutt og 23% svínakjöts
 
Með sömu aðferð er hlutfall innflutts alifuglakjöts 17,1% af heildarsölu alifuglakjöts á Íslandi í fyrra sem nam alls  9.898 tonnum. Nettóinnflutningur var 1.018 tonn sem umreiknast í 1.697 tonn miðað við kjöt með beini. 
 
Þá voru 12,8% af svínakjötinu innflutt, en heildarsalan samkvæmt umreiknuðum tölum nam 7.296 tonnum. Þar var nettó innflutningurinn 559 tonn sem umreiknast í 932 tonn. Ótalinn er þá innflutningur á söltuðu og reyktu kjöti og unnum kjötvörum en svínakjöt er mikilvægt hráefni í þessum afurðum. 
Ekkert var flutt inn af kindakjöti í fyrra og ekki heldur af hrossakjöti. 
Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...