Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Farvegur mjólkurafurða var einnig skoðaður. Hér eru nemendur í skoðunarferð í fjósinu á Gunnbjarnarholti þaðan sem Hreppamjólk kemur. Arnar Bjarni Eiríksson bóndi leiðir veginn.
Farvegur mjólkurafurða var einnig skoðaður. Hér eru nemendur í skoðunarferð í fjósinu á Gunnbjarnarholti þaðan sem Hreppamjólk kemur. Arnar Bjarni Eiríksson bóndi leiðir veginn.
Mynd / Odd Stefán
Líf og starf 28. nóvember 2022

Matreiðslunemar fylgdu nauti alla leið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Íslenskt gæðanaut, verkefni á vegum Bændasamtaka Íslands, bauð nýverið tilvonandi matreiðslumeisturum í Hótel- og veitingaskóla MK í heimsókn í sveitina með það fyrir augum að kynna þau fyrir íslenskri matvælaframleiðslu.

Hluti af því var verkefni þar sem nemendur fóru á Nýjabæ undir Eyjafjöllum og völdu naut til slátrunar. Skólafólkið heimsótti Sláturhúsið á Hellu hvert gripurinn fór og kynnti sér starfsemina þar, enda mikilvægt fyrir matreiðslufólk að þekkja ferli matvælanna í þaula. Þá komu þau einnig við hjá fyrirtækinu Hreppamjólk og fengu kynningu á starfseminni þar.

Þessi kjötskrokkur var tekinn í aðstöðu Hótel- og matvælaskólans í MK þar sem lærisveinarnir fullverkuðu kjötið. Lokapunktur verkefnisins var verkleg æfing í framreiðslu og matreiðslu þar sem boðið var í fjölréttaðan kvöldverð.

10 myndir:

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...