Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matarbúrið hættir á Grandagarðinum
Mynd / smh
Fréttir 13. október 2017

Matarbúrið hættir á Grandagarðinum

Höfundur: smh

Nautgripabændurnir á Hálsi í Kjós tilkynntu um það á Facebook-síðu sinni í dag að verslun þeirra Matarbúrinu, sem starfrækt hefur verið á Grandagarðinum í Reykjavík undanfarin rúm tvö ár, verði lokað 21. október næstkomandi.

Í tilkynningunni kemur fram að verslunin Kjötkompaní muni koma inn í húsnæðið að Grandagarði 29 í staðin og opna í byrjun nóvember. Kjötkompaní starfrækir fyrir verslun í Hafnarfirði.

Bændurnir, þau Lisa Boije og Þórarinn Jónsson, segja í tilkynningunni að tíminn á Grandagarðinum hafi verið frábær, en nú ætli þau að snúa sér að öðrum skemmtilegri verkefnum. „Hver veit nema við bændur á Hálsi birtumst af og til á matarmörkuðum borgarinnar í framtíðinni,“ segja þau í tilkynningunni.

Þau Lísa og Þórarinn lögðu áherslu á sölu á afurðum af eigin nautgripum sem eru eingöngu eru fóðraðir á grasi og heyi – og buðu upp á alla parta og skurði af skepnunni.Þau voru með kjötvinnsluna heima á Hálsi og smá aðstöðu á Grandanum fyrir minni viðvik.

Einnig voru þau með sinnep, krydd, chutney, bratwurst-pylsur og sultur til sölu sem þau gerðu sjálf, lambakjöt frá Seglbúðum og velferðar kjúkling frá Litlu gulu hænunni.

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...