Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á fimmtán prósent danskra svínabúa er nær helmingur svínanna.
Á fimmtán prósent danskra svínabúa er nær helmingur svínanna.
Mynd / News Oresund – Wikimedia Commons
Utan úr heimi 15. maí 2023

Svínum fækkar í Danmörku

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Árið 2022 fækkaði dönskum svínum um sex prósent, samanborið við árið áður. Á sama tíma fækkaði svínabúum um sjö prósent.

Þar með helst meðalstærð danskra svínabúa nær óbreytt milli ára. Frá þessu greinir hagfræðistofnun Danmerkur, Danmarks Statistik.

Fjöldi svína í landinu árið 2022 voru 12,4 milljónir á 2.399 svínabúum. Samanborið við árið 2012, þá er svínafjöldinn í landinu nær óbreyttur, en búum hefur fækkað um nær 2.000. Inni í þessum tölum eru gyltur, geltir, smágrísir og sláturgrísir.

Undanfarin ár hefur meðalstærð eininga í danskri svínarækt stækkað með innkomu stórra búa. Dönsk svínabú eru að meðaltali með tæp 5.200 svín, samanborið við 2.900 svín árið 2012. Árið 2012 voru einungis fjögur prósent búa með yfir 10.000 einstaklinga, á meðan hlutfallið í dag er að nálgast 15 prósent, eða 348 bú. Á þessum stóru búum eru 47 prósent danskra svína.

Ástæða þessarar fækkunar er rakin til versnandi afkomu danskra svínabænda. Þó afurðaverð til bænda hafi hækkað um níu prósent, hefur verðið á fóðri hækkað enn meir, eða um 32 prósent. Innrás Rússa í Úkraínu orsakar þessa miklu hækkun á korni.

Danska hagfræðistofnunin kemur sérstaklega inn á aukna sérhæfingu búa í landinu. Danir hafa verið með þá sérstöðu að húsdýr af mismunandi tegundum eru gjarnan á sömu búunum – jafnvel í sömu útihúsunum. Árið 2002 var 11,3 prósent búa bæði með kýr og svín, á meðan í dag eru búin 400, sem svarar til 2,6 prósent.

Skylt efni: Svínarækt | svínabú

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Oddgeirshólar
29. ágúst 2019

Oddgeirshólar

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Kynbætt rautt birkiyrki í útrás
29. september 2021

Kynbætt rautt birkiyrki í útrás