Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Duroc svínin höfðu það gott í útivistinni á Kjalarnesinu í sumar.
Duroc svínin höfðu það gott í útivistinni á Kjalarnesinu í sumar.
Mynd / Stjörnugrís
Fréttir 24. október 2016

Útigöngusvín á Kjalarnesinu

Höfundur: smh
Ýmsir glöggir vegfarendur, sem leið hafa átt um Kjalarnesið í sumar, hafa rekið augun í útigangandi brún svín undir Esjunni þar sem Stjörnugrís er með höfuðstöðvar sínar í Saltvík; kjötvinnslu og sláturhús.
 
„Við vorum með tilraunaverkefni hérna fram til loka september,“ segir Geir Gunnar Geirsson framkvæmdastjóri þegar hann er spurður fregna af svínunum sem gengu úti við þjóðveginn í sumar. „Þetta gekk vel og nú eru hugmyndir um að auka þetta nokkuð á næsta ári,“ bætir hann við.
 
Útisvín yfir sumartímann
 
Stjörnugrís rekur tvö gyltubú á Kjalarnesi, blandað bú með gyltum og sláturgrísum í Grímsnesi, gyltubú á Skeiðum, auk þess að vera með bú á Melum í Hvalfjarðarsveit þar sem eingöngu eru sláturgrísir. Kjötvinnslan í Saltvík er nýleg, var tekin í notkun í mars á síðasta ári, og þar er eingöngu unnið íslenskt kjöt frá Stjörnugrís. 
 
„Þetta var skemmtileg tilraun. Hugmyndin er að bjóða kaupendum upp á þennan valkost í okkar framleiðslu sem reyndar verður aðeins stunduð yfir sumarmánuðina,“ segir Geir, en öllu kjöti af þessum útisvínum hefur verið lofað. 
 
Um svínategundina Duroc er að ræða og er ætlunin að nota þau sem útisvín á næsta ári – og blendinga af þeim. 
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...