Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Duroc svínin höfðu það gott í útivistinni á Kjalarnesinu í sumar.
Duroc svínin höfðu það gott í útivistinni á Kjalarnesinu í sumar.
Mynd / Stjörnugrís
Fréttir 24. október 2016

Útigöngusvín á Kjalarnesinu

Höfundur: smh
Ýmsir glöggir vegfarendur, sem leið hafa átt um Kjalarnesið í sumar, hafa rekið augun í útigangandi brún svín undir Esjunni þar sem Stjörnugrís er með höfuðstöðvar sínar í Saltvík; kjötvinnslu og sláturhús.
 
„Við vorum með tilraunaverkefni hérna fram til loka september,“ segir Geir Gunnar Geirsson framkvæmdastjóri þegar hann er spurður fregna af svínunum sem gengu úti við þjóðveginn í sumar. „Þetta gekk vel og nú eru hugmyndir um að auka þetta nokkuð á næsta ári,“ bætir hann við.
 
Útisvín yfir sumartímann
 
Stjörnugrís rekur tvö gyltubú á Kjalarnesi, blandað bú með gyltum og sláturgrísum í Grímsnesi, gyltubú á Skeiðum, auk þess að vera með bú á Melum í Hvalfjarðarsveit þar sem eingöngu eru sláturgrísir. Kjötvinnslan í Saltvík er nýleg, var tekin í notkun í mars á síðasta ári, og þar er eingöngu unnið íslenskt kjöt frá Stjörnugrís. 
 
„Þetta var skemmtileg tilraun. Hugmyndin er að bjóða kaupendum upp á þennan valkost í okkar framleiðslu sem reyndar verður aðeins stunduð yfir sumarmánuðina,“ segir Geir, en öllu kjöti af þessum útisvínum hefur verið lofað. 
 
Um svínategundina Duroc er að ræða og er ætlunin að nota þau sem útisvín á næsta ári – og blendinga af þeim. 
 
Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...