Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
ANR: gjaldtaka fyrir tollkvóta í samræmi við stjórnarskrána
Fréttir 7. apríl 2021

ANR: gjaldtaka fyrir tollkvóta í samræmi við stjórnarskrána

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem brugðist er við erindi Félags atvinnurekenda (FA) til ráðuneytisins í gær sem mótmælti verklagi við nýlega auglýsingu og úthlutun tollkvóta. Telur FA að gjaldtaka fyrir tollkvóta sé óheimil. Í yfirlýsingu ANR kemur fram að það sé mat þess að nú sé kveðið með skýrum hætti á um það í lögum að skattskylda hvíli á þeim sem fá úthlutað tollkvóta.

Auglýsing ANR um tollkvóta, vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins, birtist á vef ráðuneytisins 31. mars. Í erindi FA er vísað til dóms Landsréttar frá 19. mars síðastliðnum sem féllst á endurgreiðslukröfu Ásbjörns Ólafssonar ehf. á ofteknum gjöldum fyrir tollkvóta á árinu 2018. „Einróma og afdráttarlaus niðurstaða Landsréttar í máli Ásbjörns Ólafssonar ehf. gegn íslenska ríkinu var að það fyrirkomulag, sem var viðhaft við útboð á tollkvóta fyrir búvörur á árinu 2018, væri ólögmætt og gengi gegn stjórnarskrá Íslands. Sagði orðrétt í niðurstöðu Landsréttar: „Álagning gjalda þeirra sem málið varðar studdist samkvæmt þessu ekki við lögmæta skattlagningarheimild og var því ógild.“ FA bendir í bréfi sínu til ráðherra á að dómar Landsréttar séu endanlegir og bindandi fyrir málsaðila með þeirri einu undantekningu að sækja megi um áfrýjun þeirra til Hæstaréttar. Sé slík beiðni samþykkt sé málið tekið fyrir í Hæstarétti en þar til að nýr dómur er kveðinn upp haldi dómur Landsréttar gildi sínu og bindi, í þessu tilfelli, stjórnvöld,“ segir á vef FA um erindi þess til ráðuneytisins.

FA telur að ráðherra verði að beita sér fyrir því að Alþingi breyti búvörulögum á nýjan leik eða úthluti tollkvótunum án gjalda því annars sé um að ræða skýrt ásetningsbrot ráðherra gegn stjórnarskrá lýðveldisins.

Í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar

Í yfirlýsingu ráðuneytisins kemur fram að Alþingi hafi samþykkt frumvarpi til breytinga á búvörulögum og tollalögum 17. desember 2019. Þar hafi sú breyting verið gerð að mun skýrar hafi verið kveðið á um það hvernig sú fjárhæð sem tilboðsgjafar þurfa að inna af hendi vegna tollkvóta er ákveðin. „Þá kemur fram í tímabundnu bráðabirgðaákvæði því sem tók gildi sl. desember að verð tollkvóta ráðist af fjárhæð tilboða hverju sinni. Kvótanum verði fyrst úthlutað til hæstbjóðanda, svo til þess er næsthæst bauð og þannig koll af kolli uns tiltækum kvóta hafi verið úthlutað.

Í ljósi framangreinds er það mat ráðuneytisins að nú sé kveðið á um það með skýrum hætti í lögunum hvernig útboði skuli háttað og ákvæðið sé eftir breytingarnar 2019 í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar. Ekki sé því þörf á lagabreytingum til að bregðast við dómi Landsréttar,“ segir í yfirlýsingunni.

Framhald málsins og möguleg áfrýjun dóms Landsréttar er nú í höndum ríkislögmanns.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...