Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
ANR: gjaldtaka fyrir tollkvóta í samræmi við stjórnarskrána
Fréttir 7. apríl 2021

ANR: gjaldtaka fyrir tollkvóta í samræmi við stjórnarskrána

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem brugðist er við erindi Félags atvinnurekenda (FA) til ráðuneytisins í gær sem mótmælti verklagi við nýlega auglýsingu og úthlutun tollkvóta. Telur FA að gjaldtaka fyrir tollkvóta sé óheimil. Í yfirlýsingu ANR kemur fram að það sé mat þess að nú sé kveðið með skýrum hætti á um það í lögum að skattskylda hvíli á þeim sem fá úthlutað tollkvóta.

Auglýsing ANR um tollkvóta, vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins, birtist á vef ráðuneytisins 31. mars. Í erindi FA er vísað til dóms Landsréttar frá 19. mars síðastliðnum sem féllst á endurgreiðslukröfu Ásbjörns Ólafssonar ehf. á ofteknum gjöldum fyrir tollkvóta á árinu 2018. „Einróma og afdráttarlaus niðurstaða Landsréttar í máli Ásbjörns Ólafssonar ehf. gegn íslenska ríkinu var að það fyrirkomulag, sem var viðhaft við útboð á tollkvóta fyrir búvörur á árinu 2018, væri ólögmætt og gengi gegn stjórnarskrá Íslands. Sagði orðrétt í niðurstöðu Landsréttar: „Álagning gjalda þeirra sem málið varðar studdist samkvæmt þessu ekki við lögmæta skattlagningarheimild og var því ógild.“ FA bendir í bréfi sínu til ráðherra á að dómar Landsréttar séu endanlegir og bindandi fyrir málsaðila með þeirri einu undantekningu að sækja megi um áfrýjun þeirra til Hæstaréttar. Sé slík beiðni samþykkt sé málið tekið fyrir í Hæstarétti en þar til að nýr dómur er kveðinn upp haldi dómur Landsréttar gildi sínu og bindi, í þessu tilfelli, stjórnvöld,“ segir á vef FA um erindi þess til ráðuneytisins.

FA telur að ráðherra verði að beita sér fyrir því að Alþingi breyti búvörulögum á nýjan leik eða úthluti tollkvótunum án gjalda því annars sé um að ræða skýrt ásetningsbrot ráðherra gegn stjórnarskrá lýðveldisins.

Í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar

Í yfirlýsingu ráðuneytisins kemur fram að Alþingi hafi samþykkt frumvarpi til breytinga á búvörulögum og tollalögum 17. desember 2019. Þar hafi sú breyting verið gerð að mun skýrar hafi verið kveðið á um það hvernig sú fjárhæð sem tilboðsgjafar þurfa að inna af hendi vegna tollkvóta er ákveðin. „Þá kemur fram í tímabundnu bráðabirgðaákvæði því sem tók gildi sl. desember að verð tollkvóta ráðist af fjárhæð tilboða hverju sinni. Kvótanum verði fyrst úthlutað til hæstbjóðanda, svo til þess er næsthæst bauð og þannig koll af kolli uns tiltækum kvóta hafi verið úthlutað.

Í ljósi framangreinds er það mat ráðuneytisins að nú sé kveðið á um það með skýrum hætti í lögunum hvernig útboði skuli háttað og ákvæðið sé eftir breytingarnar 2019 í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar. Ekki sé því þörf á lagabreytingum til að bregðast við dómi Landsréttar,“ segir í yfirlýsingunni.

Framhald málsins og möguleg áfrýjun dóms Landsréttar er nú í höndum ríkislögmanns.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...