Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tollkvótum útdeilt
Mynd / Towfiqu Barbhuiya
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu landbúnaðarvörum þann 23. maí.

Matvælaráðuneytið birti þá samþykkt tilboð í ESB tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2023. Ellefu fyrirtæki skipta með sér innflutningi á 348.000 kg af nautgripakjöti en Ekran fékk stærsta hlutann, 100.000 kg.

Fyrirtækið LL42 hf., sem er 100% í eigu Stjörnugríss, fékk langstærsta hluta af tollkvótum fyrir svínakjöti, eða 176.000 kg af 350.000 kg. Jafnvægisverðið var 380 kr/kg.Mata fékk mest af innflutnings- kvóta af alifuglakjöti, 189.000 kg. Ekran fékk 114.000 kg, Aðföng 100.000 kg en fyrirtækin Innnes, Krónan, LL42, Háihólmi, Garri og Nautica fengu minna. Samþykktir voru tollkvótar fyrir innflutningi á 528.000 kg. 

Alls var úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á 305.000 kg af ostum og ystingum. Krónan fékk 67.250 kg. Nathan & Olsen fengu 45.000 kg, Aðföng tæp 40.000 og þrettán fyrirtæki skiptu með sér rest. Einnig voru samþykktir tollkvótar fyrir innflutning á pylsum og öðru kjöti.

Þá voru þar birtar niðurstöður samþykktra tilboða EFTA tollkvóta á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss. Krónan fékk þar tollkvóta fyrir innflutningi á 15.000 kg á osti og LL42 tollkvóta fyrir innflutning á 10.000 kg af nautakjöti.

Auk þess birtist listi yfir samþykkt tilboð í tollkvóta fyrir innflutning á blómum vegna fyrri hluta ársins 2023. Fyrirtækið Samasem ehf. fær þar langmesta magnið.

Alla lista tollkvótahafa má finna á vefsíðu matvælaráðuneytisins.

Skylt efni: tollamál | tollar | tollkvótar

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...