Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tollkvótum útdeilt
Mynd / Towfiqu Barbhuiya
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu landbúnaðarvörum þann 23. maí.

Matvælaráðuneytið birti þá samþykkt tilboð í ESB tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2023. Ellefu fyrirtæki skipta með sér innflutningi á 348.000 kg af nautgripakjöti en Ekran fékk stærsta hlutann, 100.000 kg.

Fyrirtækið LL42 hf., sem er 100% í eigu Stjörnugríss, fékk langstærsta hluta af tollkvótum fyrir svínakjöti, eða 176.000 kg af 350.000 kg. Jafnvægisverðið var 380 kr/kg.Mata fékk mest af innflutnings- kvóta af alifuglakjöti, 189.000 kg. Ekran fékk 114.000 kg, Aðföng 100.000 kg en fyrirtækin Innnes, Krónan, LL42, Háihólmi, Garri og Nautica fengu minna. Samþykktir voru tollkvótar fyrir innflutningi á 528.000 kg. 

Alls var úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á 305.000 kg af ostum og ystingum. Krónan fékk 67.250 kg. Nathan & Olsen fengu 45.000 kg, Aðföng tæp 40.000 og þrettán fyrirtæki skiptu með sér rest. Einnig voru samþykktir tollkvótar fyrir innflutning á pylsum og öðru kjöti.

Þá voru þar birtar niðurstöður samþykktra tilboða EFTA tollkvóta á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss. Krónan fékk þar tollkvóta fyrir innflutningi á 15.000 kg á osti og LL42 tollkvóta fyrir innflutning á 10.000 kg af nautakjöti.

Auk þess birtist listi yfir samþykkt tilboð í tollkvóta fyrir innflutning á blómum vegna fyrri hluta ársins 2023. Fyrirtækið Samasem ehf. fær þar langmesta magnið.

Alla lista tollkvótahafa má finna á vefsíðu matvælaráðuneytisins.

Skylt efni: tollamál | tollar | tollkvótar

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...