Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tollkvótar lausir til umsóknar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB
Mynd / Unsplash - Waldemar Brandt
Fréttir 27. júlí 2021

Tollkvótar lausir til umsóknar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsti í gær eftir umsóknum í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins á tímabilinu frá 16. september til 31. desember 2021.

Eftirtaldir tollkvótar eru í boði, en ef umsóknir berast um meira magn innflutnings verður leitað tilboða í tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar. Berist umsóknir um meira magn innflutnings af osti og ysting, vörulið ex 0406, en sem nemur auglýstum tollkvóta verður tollkvótanum úthlutað með hlutkesti. Heildarmagni tollkvótans fyrir árið 2021 er skipti niður á þrjú úthlutunartímabil, en áður hefur verið úthlutað fyrir tímabilin 1. janúar til 30. apríl og 1. maí til 15. september.

Vöruliður:

Vara

Vörumagn

Verð-tollur

Magntollur

kg

%

kr./kg

0201/0202

Kjöt af dýrum af nautgripakyni, nýtt, kælt eða fryst

232.000

0

0

0203

Svínakjöt, nýtt, kælt eða fryst

234.000

0

0

0207

Kjöt af alifuglum, nýtt, kælt eða fryst

286.000

0

0

ex0207

Kjöt af alifuglum, nýtt, kælt eða fryst, lífrænt ræktað/lausagöngu

66.000

0

0

0210

Kjöt og ætir hlutar af dýrum, saltað, í saltlegi, þurrkað eða reykt; ætt mjöl, einnig finmalað, úr kjöti eða hlutum af dýrum

34.000

0

0

ex 0406

Ostur og ystingur (**)

76.000

0

0

0406

Ostur og ystingur

126.000

0

0

1601

Pylsur og þess háttar vörur úr kjöti, hlutum af dýrum eða blóði; matvæli gerð aðallega úr þessum vörum

84.000

0

0

1602

Annað kjöt, hlutar af dýrum eða blóð, unnið eða varið skemmdum

134.000

0

0

(**) skráð í samræmi við reglugerð ráðsins (EB) nr. 1151/2012 um vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða og matvæla.

 

Óframseljanlegar úthlutanir

Tekið er fram í auglýsingu ráðuneytisins að úthlutunin sé ekki framseljanleg.

Umsóknafrestur er til 9. ágúst og er umsóknar- og tilboðsferlið vegna úthlutunarinnar nú allt orðið rafrænt inni á vefkerfinu tolkvoti.is.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...