Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tollkvótar lausir til umsóknar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB
Mynd / Unsplash - Waldemar Brandt
Fréttir 27. júlí 2021

Tollkvótar lausir til umsóknar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsti í gær eftir umsóknum í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins á tímabilinu frá 16. september til 31. desember 2021.

Eftirtaldir tollkvótar eru í boði, en ef umsóknir berast um meira magn innflutnings verður leitað tilboða í tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar. Berist umsóknir um meira magn innflutnings af osti og ysting, vörulið ex 0406, en sem nemur auglýstum tollkvóta verður tollkvótanum úthlutað með hlutkesti. Heildarmagni tollkvótans fyrir árið 2021 er skipti niður á þrjú úthlutunartímabil, en áður hefur verið úthlutað fyrir tímabilin 1. janúar til 30. apríl og 1. maí til 15. september.

Vöruliður:

Vara

Vörumagn

Verð-tollur

Magntollur

kg

%

kr./kg

0201/0202

Kjöt af dýrum af nautgripakyni, nýtt, kælt eða fryst

232.000

0

0

0203

Svínakjöt, nýtt, kælt eða fryst

234.000

0

0

0207

Kjöt af alifuglum, nýtt, kælt eða fryst

286.000

0

0

ex0207

Kjöt af alifuglum, nýtt, kælt eða fryst, lífrænt ræktað/lausagöngu

66.000

0

0

0210

Kjöt og ætir hlutar af dýrum, saltað, í saltlegi, þurrkað eða reykt; ætt mjöl, einnig finmalað, úr kjöti eða hlutum af dýrum

34.000

0

0

ex 0406

Ostur og ystingur (**)

76.000

0

0

0406

Ostur og ystingur

126.000

0

0

1601

Pylsur og þess háttar vörur úr kjöti, hlutum af dýrum eða blóði; matvæli gerð aðallega úr þessum vörum

84.000

0

0

1602

Annað kjöt, hlutar af dýrum eða blóð, unnið eða varið skemmdum

134.000

0

0

(**) skráð í samræmi við reglugerð ráðsins (EB) nr. 1151/2012 um vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða og matvæla.

 

Óframseljanlegar úthlutanir

Tekið er fram í auglýsingu ráðuneytisins að úthlutunin sé ekki framseljanleg.

Umsóknafrestur er til 9. ágúst og er umsóknar- og tilboðsferlið vegna úthlutunarinnar nú allt orðið rafrænt inni á vefkerfinu tolkvoti.is.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...