Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ekran fær stærstan hluta kjötkvótans
Mynd / Bbl
Fréttir 29. janúar 2021

Ekran fær stærstan hluta kjötkvótans

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöður úthlutunar Evrópusambands-tollkvótum á kjötvörum, osti og ystingi fyrir tímabilið frá 1. janúar til 30. apríl 2021. Heildverslunin Ekran fær langmest úthlutað af kvótum fyrir kjötvörur, rúmlega þriðjung eða um 287 þúsund kíló. Varðandi osta og ysting fær Natan & Olsen mest úthlutað, 42.550 kíló, eða rúmlega fimmtung kvótans. Bæði eru fyrirtækin dótturfyrirtæki 1912 ehf.

Samtals bárust gild tilboð frá 23 fyrirtækjum í tollkvótana.

Tíu tilboðum í nautgripakjöt tekið

Þrettán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á nautgripakjöti í samtals 536.000 kíló, á meðalverðinu 177 krónur á kíló. Hæsta boð var 620 krónur á kíló, en lægsta boð var 0 krónur. Tilboðum var tekið frá tíu fyrirtækjum um innflutning á 232.000 kílóum á meðalverðinu 330 krónur á kíló.

Átta tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á svínakjöti, samtals 651.300 kíló á meðalverðinu 106 krónur á kíló. Hæsta boð var 303 krónur á kíló en lægsta boð var 0 krónur. Tilboðum var tekið frá sjö fyrirtækjum um innflutning á 233.000 kílóum á meðalverðinu 204 krónur á kíló.

Tólf tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti í samtals 894.700 kíló á meðalverðinu 217 krónur á kíló. Hæsta boð var 403 krónur á kíló en lægsta boð var 0 krónur. Tilboðum var tekið frá átta fyrirtækjum um innflutning á 285.000 kílóum á meðalverðinu 357 krónur á kíló.

Fimm tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti, lífrænt ræktað/lausagöngu, samtals 154.000 kíló á meðalverðinu 117 krónur á kíló. Hæsta boð var 271 króna á kíló en lægsta boð var 1 króna á kílóið. Tilboðum var tekið frá einu fyrirtæki um innflutning á 67.000 kíló á meðalverðinu 239 krónur á kíló.

Tólf tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á kjöti og ætum hlutum af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt, samtals 131.000 kíló á meðalverðinu 40 krónur á kíló. Hæsta boð var 332 krónur á kíló en lægsta boð var 0 krónur. Tilboðum var tekið frá átta fyrirtækjum um innflutning á 33.000 kílóum á meðalverðinu 147 krónur á kíló.

Pylsur og unnar kjötvörur

Átján tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á pylsum og þess háttar vörum úr kjöti, vegna samtals 322.400 kílóa á meðalverðinu 64 krónur á kíló. Hæsta boð var 459 krónur á kíló en lægsta boð var 0 krónur. Tilboðum var tekið frá tólf fyrirtækjum um innflutning á 83.000 kílóum á meðalverðinu 233 krónur á kíló.

Nítján tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á öðru kjöti, unnum kjötvörum eða kjöti sem varið er skemmdum. Samtals bárust tilboð í 426.100 kíló á meðalverðinu 128 krónur á kíló. Hæsta boð var 561 króna á kíló en lægsta boð var 0 krónur. Tilboðum var tekið frá þrettán fyrirtækjum um innflutning á 133.000 kílóum á meðalverðinu 329 krónur á kíló.

Ostar og ystingur

Fimmtán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið 0406, samtals 300.000 kíló á meðalverðinu 305 krónur á kíló. Hæsta boð var 788 krónur á kíló en lægsta boð var 0 krónur. Tilboðum var tekið frá tólf fyrirtækjum um innflutning á 127.000 kílóum á meðalverðinu 642 krónur á kíló.

Þrettán umsóknir bárust um tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi úr vörulið ex 0406 sem er skráður í samræmi við reglugerð um vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða og matvæla. Samtals var sótt um kvóta vegna 404.550 kílóum. Er kvótanum úthlutað með hlutkesti og er hámark úthlutunar til hvers fyrirtækis 15 prósent af heildarmagni tollkvótans. Samtals var úthlutað 77.000 kílóum til tíu fyrirtækja.

Skylt efni: tollamál | tollkvótar

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...