Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Framkvæmd samninga og laga um tolla og viðskipti er stórt hagsmunamál
Mynd / K8 - Unsplash
Lesendarýni 15. apríl 2021

Framkvæmd samninga og laga um tolla og viðskipti er stórt hagsmunamál

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Það var um þetta leyti árs í fyrra (2020) sem vinna hófst af fullum þunga við að komast til botns í hverju ört vaxandi innflutningur á svokölluðum jurtaosti sætti. Til að gera langa sögu stutta leiddu rannsóknir í ljós að tollflokkun á vöru sem að uppistöðu er rifnn mozzarella ostur, reyndist röng. Þetta staðfestu tollayfirvöld með tölvupósti þann 23. júní en þar segir m.a. „Tollyfirvöld geta staðfest að „Mozzarella pizza mix“ mun, í samræmi við álit starfsmanna framkvæmdastjórnar ESB, verða flokkað í 4. kafla tollskrár en hvorki 19. né 21. kafla.“  

Ætla mætti að strax í kjölfarið hefði framkvæmd tollskráningar og innheimtu tolla verið umsvifalaust komið í rétt horf eftir að ljóst var  að misbrestur hefði orðið á. Um þetta má þó efast þegar upplýsingar um innflutning á svokölluðum jurtaosti (tollskrárnúmer 2106.9068) eru skoðaðar. Þrír mánuðir, júní, júlí og ágúst, liðu og inn til landsins héldu áfram að flæða tugir tonna af osti sem tollafgreiddur var sem jurtaostur eins og ekkert hefði í skorist. Það var fyrst í september að það tók að draga úr þessu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

En hverju hefur þessi breyting á tollaframkvæmd skilað? Það er vissulega vandasamt að fullyrða neitt á þessu stigi en sterkar vísbendingar eru um að sala á rifnum osti úr mjólk frá íslenskum bændum nálgist nú fyrri stöðu. Sem dæmi var hún 26 tonnum meiri í mars 2021 en í mars 2020. Þetta svarar til 260.000 lítra mjólkur sem lætur nærri að nema árs framleiðslu meðal kúabús á Íslandi í dag. Það er því freistandi að draga þá ályktun að aðstæður færist nú nær því að vera í samræmi við gerða milliríkjasamninga. 

Erna Bjarnadóttir,

verkefnastjóri MS

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...