Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
ASÍ mun fylgjast með vöruverði innlendra og innfluttra búvara
Mynd / Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 7. febrúar 2020

ASÍ mun fylgjast með vöruverði innlendra og innfluttra búvara

Höfundur: smh
Í lok janúar skrifuðu fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytisins og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undir samning sem felur í sér að gerðar verði mánaðarlegar verðkannanir á innlendum og innfluttum landbúnaðarvörum.
 
Tilgangurinn er að fylgjast með hvort neytendur njóti ávinningsins af hagkvæmara tollaumhverfi sem innflutningsfyrirtækin njóta nú eftir að breytingar voru gerðar á því í desember síðastliðnum. 
 
Þau Kristján Þór Júlíusson sjávar­útvegs- og land­búnaðar­ráðherra og Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, skrifuðu undir samninginn, en þar er kveðið á um að niðurstöðunum sé skilað til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í skýrsluformi 1. október 2020.
 
Lægsta samþykkta tilboðið
 
Í breytingunum, sem gerðar voru á lögum um úthlutun tollkvóta, var markmiðið meðal annars að lækka vöruverð á innfluttum búvörum. Í breytingunum felst að stuðst verður við svokallað jafnvægisútboð; að lægsta samþykkta tilboð í útboði ákvarðar verð allra samþykktra tilboða. Allir sem fá úthlutað tollkvóta greiða fyrir hann það verð sem lægsta samþykkta tilboðið hljóðaði upp á.
 
Tekjur ríkisins dragast saman um hundruð milljóna króna á ári
 
Er áætlað að með breytingunum muni tekjur í ríkissjóð vegna slíkra útboða dragast saman um 240–590 milljónir króna á ári. 
 
„Við höfum einfaldað laga­umhverfið um úthlutun tollkvóta og gert breytingar til að auka fyrirsjáanleika sem eiga að skila sér til hagsbóta fyrir neytendur, dreifingaraðila og framleiðendur.  Nú þarf að fylgja því eftir enda er mikilvægt að stuðla að því að lækkaðar álögur á vörur skili sér í lægra verði til neytenda,“ sagði Kristján Þór Júlíusson við undirskrift samningsins.
 
Verðlagseftirlit ASÍ
 
ASÍ hefur sinnt verðlagseftirliti um árabil, sérstaklega á matvörumarkaði, en markmið þess er annars vegar að auka upplýsingastreymi til neytenda og efla þannig neytendavitund og hins vegar að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald. 
Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...