Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
ASÍ mun fylgjast með vöruverði innlendra og innfluttra búvara
Mynd / Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 7. febrúar 2020

ASÍ mun fylgjast með vöruverði innlendra og innfluttra búvara

Höfundur: smh
Í lok janúar skrifuðu fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytisins og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undir samning sem felur í sér að gerðar verði mánaðarlegar verðkannanir á innlendum og innfluttum landbúnaðarvörum.
 
Tilgangurinn er að fylgjast með hvort neytendur njóti ávinningsins af hagkvæmara tollaumhverfi sem innflutningsfyrirtækin njóta nú eftir að breytingar voru gerðar á því í desember síðastliðnum. 
 
Þau Kristján Þór Júlíusson sjávar­útvegs- og land­búnaðar­ráðherra og Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, skrifuðu undir samninginn, en þar er kveðið á um að niðurstöðunum sé skilað til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í skýrsluformi 1. október 2020.
 
Lægsta samþykkta tilboðið
 
Í breytingunum, sem gerðar voru á lögum um úthlutun tollkvóta, var markmiðið meðal annars að lækka vöruverð á innfluttum búvörum. Í breytingunum felst að stuðst verður við svokallað jafnvægisútboð; að lægsta samþykkta tilboð í útboði ákvarðar verð allra samþykktra tilboða. Allir sem fá úthlutað tollkvóta greiða fyrir hann það verð sem lægsta samþykkta tilboðið hljóðaði upp á.
 
Tekjur ríkisins dragast saman um hundruð milljóna króna á ári
 
Er áætlað að með breytingunum muni tekjur í ríkissjóð vegna slíkra útboða dragast saman um 240–590 milljónir króna á ári. 
 
„Við höfum einfaldað laga­umhverfið um úthlutun tollkvóta og gert breytingar til að auka fyrirsjáanleika sem eiga að skila sér til hagsbóta fyrir neytendur, dreifingaraðila og framleiðendur.  Nú þarf að fylgja því eftir enda er mikilvægt að stuðla að því að lækkaðar álögur á vörur skili sér í lægra verði til neytenda,“ sagði Kristján Þór Júlíusson við undirskrift samningsins.
 
Verðlagseftirlit ASÍ
 
ASÍ hefur sinnt verðlagseftirliti um árabil, sérstaklega á matvörumarkaði, en markmið þess er annars vegar að auka upplýsingastreymi til neytenda og efla þannig neytendavitund og hins vegar að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald. 
Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...