Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
ASÍ mun fylgjast með vöruverði innlendra og innfluttra búvara
Mynd / Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 7. febrúar 2020

ASÍ mun fylgjast með vöruverði innlendra og innfluttra búvara

Höfundur: smh
Í lok janúar skrifuðu fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytisins og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undir samning sem felur í sér að gerðar verði mánaðarlegar verðkannanir á innlendum og innfluttum landbúnaðarvörum.
 
Tilgangurinn er að fylgjast með hvort neytendur njóti ávinningsins af hagkvæmara tollaumhverfi sem innflutningsfyrirtækin njóta nú eftir að breytingar voru gerðar á því í desember síðastliðnum. 
 
Þau Kristján Þór Júlíusson sjávar­útvegs- og land­búnaðar­ráðherra og Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, skrifuðu undir samninginn, en þar er kveðið á um að niðurstöðunum sé skilað til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í skýrsluformi 1. október 2020.
 
Lægsta samþykkta tilboðið
 
Í breytingunum, sem gerðar voru á lögum um úthlutun tollkvóta, var markmiðið meðal annars að lækka vöruverð á innfluttum búvörum. Í breytingunum felst að stuðst verður við svokallað jafnvægisútboð; að lægsta samþykkta tilboð í útboði ákvarðar verð allra samþykktra tilboða. Allir sem fá úthlutað tollkvóta greiða fyrir hann það verð sem lægsta samþykkta tilboðið hljóðaði upp á.
 
Tekjur ríkisins dragast saman um hundruð milljóna króna á ári
 
Er áætlað að með breytingunum muni tekjur í ríkissjóð vegna slíkra útboða dragast saman um 240–590 milljónir króna á ári. 
 
„Við höfum einfaldað laga­umhverfið um úthlutun tollkvóta og gert breytingar til að auka fyrirsjáanleika sem eiga að skila sér til hagsbóta fyrir neytendur, dreifingaraðila og framleiðendur.  Nú þarf að fylgja því eftir enda er mikilvægt að stuðla að því að lækkaðar álögur á vörur skili sér í lægra verði til neytenda,“ sagði Kristján Þór Júlíusson við undirskrift samningsins.
 
Verðlagseftirlit ASÍ
 
ASÍ hefur sinnt verðlagseftirliti um árabil, sérstaklega á matvörumarkaði, en markmið þess er annars vegar að auka upplýsingastreymi til neytenda og efla þannig neytendavitund og hins vegar að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald. 
Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...