Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir í að verða stærri en í Noregi sem er með 5,3 milljónir íbúa
Fréttir 2. nóvember 2018

Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir í að verða stærri en í Noregi sem er með 5,3 milljónir íbúa

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Noregur líkt og Ísland hefur samið um tollfrjálsa kvóta fyrir búvörur í ýmsum viðskipta­samningum. Löndunum tveim svipar um margt hvað varðar rekstrarumhverfi landbúnaðarins og tolla á búvörur. Nú stefnir tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt hins vegar í að verða stærri en til Noregs, sem er 15,5 sinnum fjölmennara ríki.
 
Samkvæmt Norrænu ráðherra­nefndinni  var íbúafjöldi Íslands árið 2017 338.349 manns en Noregs 5.258.317 manns, eða um það bil 15,5 sinnum fleiri en Íslendingar. Það er áhugavert að skoða magn tollfrjálsra kvóta fyrir búvörur í þessu ljósi í gagnkvæmum samningum landanna tveggja við ESB. 
 
Taflan sýnir annars vegar núgildandi tollfrjálsa kvóta inn til Noregs frá ESB og hins vegar til Íslands bæði fyrir gildistöku samningsins frá 2015 og í lok innleiðingar hans. Þarna sést greinilega að ekkert samband er á milli fólksfjölda og stærðar tollkvóta. Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir jafnvel í að verða stærri en til Noregs, jafnvel þó ekki sé miðað við stærðarmismun þjóðanna.
 
Samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni Agri Analyse, norskrar rannsóknarstofnunar í landbúnaði, lætur nærri að innflutt nautakjöt sé um 16% af heildarneyslu í Noregi (árið 2017). Heildar innflutningskvótar (ESB, WTO og aðrir kvótar) fyrir nautakjöt eru 6.184, þar af 3.700 tonna nýir kvótar fyrir Namibíu og Botswana. 
 
Svínakjötskvótar nema alls um 2.500 tonnum, eða um 2% af heildarneyslu. Samsvarandi er kvóti fyrir alifuglakjöt alls 1.500 tonn, eða um 3% af norska markaðnum. Það er síðan einfalt reikningsdæmi að skoða þessar tölur í samhengi við íbúafjölda. 
 
Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...