Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir í að verða stærri en í Noregi sem er með 5,3 milljónir íbúa
Fréttir 2. nóvember 2018

Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir í að verða stærri en í Noregi sem er með 5,3 milljónir íbúa

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Noregur líkt og Ísland hefur samið um tollfrjálsa kvóta fyrir búvörur í ýmsum viðskipta­samningum. Löndunum tveim svipar um margt hvað varðar rekstrarumhverfi landbúnaðarins og tolla á búvörur. Nú stefnir tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt hins vegar í að verða stærri en til Noregs, sem er 15,5 sinnum fjölmennara ríki.
 
Samkvæmt Norrænu ráðherra­nefndinni  var íbúafjöldi Íslands árið 2017 338.349 manns en Noregs 5.258.317 manns, eða um það bil 15,5 sinnum fleiri en Íslendingar. Það er áhugavert að skoða magn tollfrjálsra kvóta fyrir búvörur í þessu ljósi í gagnkvæmum samningum landanna tveggja við ESB. 
 
Taflan sýnir annars vegar núgildandi tollfrjálsa kvóta inn til Noregs frá ESB og hins vegar til Íslands bæði fyrir gildistöku samningsins frá 2015 og í lok innleiðingar hans. Þarna sést greinilega að ekkert samband er á milli fólksfjölda og stærðar tollkvóta. Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir jafnvel í að verða stærri en til Noregs, jafnvel þó ekki sé miðað við stærðarmismun þjóðanna.
 
Samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni Agri Analyse, norskrar rannsóknarstofnunar í landbúnaði, lætur nærri að innflutt nautakjöt sé um 16% af heildarneyslu í Noregi (árið 2017). Heildar innflutningskvótar (ESB, WTO og aðrir kvótar) fyrir nautakjöt eru 6.184, þar af 3.700 tonna nýir kvótar fyrir Namibíu og Botswana. 
 
Svínakjötskvótar nema alls um 2.500 tonnum, eða um 2% af heildarneyslu. Samsvarandi er kvóti fyrir alifuglakjöt alls 1.500 tonn, eða um 3% af norska markaðnum. Það er síðan einfalt reikningsdæmi að skoða þessar tölur í samhengi við íbúafjölda. 
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...