Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir í að verða stærri en í Noregi sem er með 5,3 milljónir íbúa
Fréttir 2. nóvember 2018

Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir í að verða stærri en í Noregi sem er með 5,3 milljónir íbúa

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Noregur líkt og Ísland hefur samið um tollfrjálsa kvóta fyrir búvörur í ýmsum viðskipta­samningum. Löndunum tveim svipar um margt hvað varðar rekstrarumhverfi landbúnaðarins og tolla á búvörur. Nú stefnir tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt hins vegar í að verða stærri en til Noregs, sem er 15,5 sinnum fjölmennara ríki.
 
Samkvæmt Norrænu ráðherra­nefndinni  var íbúafjöldi Íslands árið 2017 338.349 manns en Noregs 5.258.317 manns, eða um það bil 15,5 sinnum fleiri en Íslendingar. Það er áhugavert að skoða magn tollfrjálsra kvóta fyrir búvörur í þessu ljósi í gagnkvæmum samningum landanna tveggja við ESB. 
 
Taflan sýnir annars vegar núgildandi tollfrjálsa kvóta inn til Noregs frá ESB og hins vegar til Íslands bæði fyrir gildistöku samningsins frá 2015 og í lok innleiðingar hans. Þarna sést greinilega að ekkert samband er á milli fólksfjölda og stærðar tollkvóta. Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir jafnvel í að verða stærri en til Noregs, jafnvel þó ekki sé miðað við stærðarmismun þjóðanna.
 
Samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni Agri Analyse, norskrar rannsóknarstofnunar í landbúnaði, lætur nærri að innflutt nautakjöt sé um 16% af heildarneyslu í Noregi (árið 2017). Heildar innflutningskvótar (ESB, WTO og aðrir kvótar) fyrir nautakjöt eru 6.184, þar af 3.700 tonna nýir kvótar fyrir Namibíu og Botswana. 
 
Svínakjötskvótar nema alls um 2.500 tonnum, eða um 2% af heildarneyslu. Samsvarandi er kvóti fyrir alifuglakjöt alls 1.500 tonn, eða um 3% af norska markaðnum. Það er síðan einfalt reikningsdæmi að skoða þessar tölur í samhengi við íbúafjölda. 
 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...