Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir í að verða stærri en í Noregi sem er með 5,3 milljónir íbúa
Fréttir 2. nóvember 2018

Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir í að verða stærri en í Noregi sem er með 5,3 milljónir íbúa

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Noregur líkt og Ísland hefur samið um tollfrjálsa kvóta fyrir búvörur í ýmsum viðskipta­samningum. Löndunum tveim svipar um margt hvað varðar rekstrarumhverfi landbúnaðarins og tolla á búvörur. Nú stefnir tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt hins vegar í að verða stærri en til Noregs, sem er 15,5 sinnum fjölmennara ríki.
 
Samkvæmt Norrænu ráðherra­nefndinni  var íbúafjöldi Íslands árið 2017 338.349 manns en Noregs 5.258.317 manns, eða um það bil 15,5 sinnum fleiri en Íslendingar. Það er áhugavert að skoða magn tollfrjálsra kvóta fyrir búvörur í þessu ljósi í gagnkvæmum samningum landanna tveggja við ESB. 
 
Taflan sýnir annars vegar núgildandi tollfrjálsa kvóta inn til Noregs frá ESB og hins vegar til Íslands bæði fyrir gildistöku samningsins frá 2015 og í lok innleiðingar hans. Þarna sést greinilega að ekkert samband er á milli fólksfjölda og stærðar tollkvóta. Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir jafnvel í að verða stærri en til Noregs, jafnvel þó ekki sé miðað við stærðarmismun þjóðanna.
 
Samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni Agri Analyse, norskrar rannsóknarstofnunar í landbúnaði, lætur nærri að innflutt nautakjöt sé um 16% af heildarneyslu í Noregi (árið 2017). Heildar innflutningskvótar (ESB, WTO og aðrir kvótar) fyrir nautakjöt eru 6.184, þar af 3.700 tonna nýir kvótar fyrir Namibíu og Botswana. 
 
Svínakjötskvótar nema alls um 2.500 tonnum, eða um 2% af heildarneyslu. Samsvarandi er kvóti fyrir alifuglakjöt alls 1.500 tonn, eða um 3% af norska markaðnum. Það er síðan einfalt reikningsdæmi að skoða þessar tölur í samhengi við íbúafjölda. 
 
Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...